Hin bannfaerdu


Ég hef lesið allar Ísfólksbækurnar 2 sinnum og sumar oftar, og ég er mikill aðdáandi. Næstum allar uppáhald karakterarnir mínir úr bókunum eru ,,bænnfærðar’’, eins þau eru kölluð í bókunum, svo ég ætla að koma með lýsingu á þeim bannfærðu. Njóttu…;).

Bannfæringin byrjaði þegar Þengill hinn illi komst að lindum lífsins og gerði samning um að selja einn afkomanda sinn í hverri kynslóð til hins illa, gegn því að hann fengi eilíft líf. Þess vegna fæðist eitt barn í hverri kynslóð bannfært.

Þegar illa bannfært barn fæðist deyr móðir þess mjög líklega, vegna þess að þau eru með mjög sérkennilegan vöxt. Sérstaklega drengirnir, sem eru með óvenjulega stórar axlir og sumir oddhvassar, og það drepur oftast konu að þurfa að fæða bannfært barn.
Það sem einkennir þau bannfærðu í útliti er gul, skásett augu, og annað hvort eru þau ótrúlega, næstum hættulega falleg, eða með afskræmdann vöxt og mjög ófríð. Þau sem eru bannfærð hafa samt mjög mikið kynferðislegt aðdráttarafl.
Flest hinna bannfærðu hafa mikinn yfirnáttúrulegann kraft, sem er mjög misjafn eftir einstaklingum.

Flest hinna bannfærðu eru vond að eðlisfari og geta ekki ráðið við sig, og sum þjóna Þengli hinum illa með glöðu geði, t.d. Hanna, Grímur og Kolgrímur . Það eru líka mörg sem reyna að berjast gegn bannfæringunni eins og t.d. Þengill hinn góði, Heikir, o.fl. Svo eru líka e.h. sem þjóna ekki Þengli hinum illa en berjast samt ekki mikið á móti bannfæringunni eins og Sunna, Þula og fleiri (sem eru 2 af mínum uppáhalds pers.).





Bannfærðar persónur (tek ekki með þau sem fæddust fyrir Þengil og Silju):

Þengill hinn góði af ætt Ísfólksins 1548-1621

Sunna Angelika af ætt Ísfólksins 1579-1602

Þrándur af ætt Ísfólksins 1608-1625

Kolgrímur Meiden 1621-1635

Villimey Kalebsdóttir 1656-1730

Úlfhéðinn Paladín 1674-1771

Ingiríður Lind af ætt Ísf. 1698-1789

Mar 1712-1790
Sölvi Lind af ætt Ísf. 1749-1779

Heikir Lind af ætt Ísf. 1774-1848

Þula frá Bakka af ætt Ísf. 18001848

Úlfar af ætt Ísf. 1861-1883

Benedikta Lind af ætt Ísf. 1872-

Barn sem deyr í fæðingu 1899

Þúfa Brink af ætt Ísf. 1937-



——–aldiia
,, pant vera þyrnirós svo ég geti sofið að eilífu :) …''