Inn i varmen – bók 14 (Seinni hluti) *SPOILER*SPOILER*SPOILER*

Hérna er úrdráttur úr köflum 14-25 í bók númer 14 í bókaflokknum Ríki Ljóssins. Þetta er fyrsta bókin af þeim sem ekki voru þýddar og hef ég skrifað niður jafn óðum og ég les hvað er að ske. Fyrir þá sem ekki vilja vita, ekki lesa lengra, fyrir hina: skemmtið ykkur vel :)

P.s það er mikið sem ekki er útskýrt hér þótt langar útskýringar séu í bókinni. Þá er bara að spyrja :) ég man þetta allt ;)


**************************************


Lilja og Silas eru hrædd um að allir hafi gleymt þeim, þau eru búin að bíða svo lengi. Lilja hugsar um hve mikið hana langi til að búa annars staðar en í Vandræðabænum. Hún hugsar um Goram og hlýnar allri að innan við það. Hún hugsar um allar barsmíðarnar í gegnum árin á meðan Silas og drekinn sofa. Nýtt hljóð hljómar, Lilja er hrædd, hún veit ekki að þetta er merkið um að hættan sé liðin hjá.

Niðurstöður frá rannsóknarstofunni komu fljótt, ekkert illt eða hættulegt var í vatninu (nema í mjöööög litlu mæli). Hópurinn úr J2 (hvað með J1?) var skrúbbaður, hreinsaður og sprautaður fyrir öllu mögulegu og sleppt úr sóttkví. Venjan var 6 vikur í sóttkví en það var þörf fyrir þau í Ríki Ljóssins. Samt sem áður þurftu það að ganga með grímu fyrir munnvikum, hanska á höndum og forðast sem mest samskipti við aðra. Indra fékk samt leyfi til að hitta Ram og Sunna grátbað um að fá að heimsækja Marco, sem hún fékk.
Sunna bað Marco um að gera sig að manneskju, hún væri búin að velja þótt það væri erfitt. En Marco segist ekki geta hjálpað henni lengur, hann hafi misst kraftinn við að drekka tæra vatnið. Sunna er glöð fyrir sína hönd að fá að vera áfram manneskja með ýmsa hæfileika andanna eins og hún hafði óskað sér, þótt hún vorkenni Marco innilega.

Goram er mjög upptekinn og heldur að Silas og Lilja séu löngu komin heim, þegar hann heyrir að svo er ekki fær hann samviskubit og flýgur eins hratt og hann getur til þeirra.
Hann fer með þau heim og býður Lilju vinnu á sjúkrahúsinu, sem hún þiggur með von í hjarta um að rekast á hann þar. Goram talar við mæður Lilju og Silasar og býður þeim að byrja nýtt líf, án manna sinni, í Sögubænum. Þar sem að laust parhús standi og þeim bjóðist að fá sitthvora íbúðina í því. Þær þiggja það, sem að gleður Goram mjög.

Á sjúkrahúsinu ríkir mikil óvissa. Saman á herbergi liggja Siska, Miranda og Misa. Miranda er að eiga of fljótt og enginn veit hvernig börn hinna eru, hve löng meðgangan eigi að vera eða hvernig fæðingarnar muni ganga fyrir sig. Tsi er til skiptis hjá Sisku og Risahjörtunum. Þegar hann fer til hjartanna brotnar hann niður. Hann er svo hræddur um Sisku og með mikið samviskubit yfir því “sem hann hefur gert henni”. Hann heldur að allir séu reiðir við sig fyrir að hafa sofið hjá Sisku.

Tsi hafði rangt fyrir sér. Það voru bara allir svo hræddir. Sisku er boðin fóstureyðing en neitar. Hún elski Tsi meira ein lífið sjálft og vilji eignast barnið hans, sama hvernig það verði. Jaskari segir henni að búið sé að dæma Tsi til dauða fyrir svik, án hans vitundar, af ættmönnum hans. Svo hann megi ekki koma nálægt Gömlu borginni framar. En Jaskari og Siska ákveða að fara þangað ásamt Móra og Goram að spyrjast fyrir um barnseignir ættbálksins. En þá vita þau ekki að einn enn kemur með. . .

Lilja er ástfangin af Goram, hann hefur engar tilfinningar til hennar. (Löng lýsing á tilfinningum hennar). Móðir Silasar er flutt í nýja húsið og Lilja og móðir hennar eru að bíða eftir farinu með dótið þeirra þegar fréttirnar af nýjum vandræðum fyrir þær berast.
Peter, stjúpfaðir Silasar hefur áttað sig á að það hlaut að hafa verið Lilja sem að kjaftaði í Verðina. Fangavörðurinn hans heyrði hann umla ófagrar lýsingar á því hvað yrði um Lilju. Þegar vörðurinn opnar hliðið slá þeir hann niður (faðir Lilju líka). Vörðurinn rotast og “pabbi” Silasar sleppur.
Goram flýgur eins hratt og hann getur til Lilju, til að gæta hennar persónulega, og tekur hana með í ferðina að gömlu borginni á meðan tveir vopnaðir verðir gæta móður hennar.

Misa og Miranda tala saman, þær eru hræddar. Blandan sem á að bjarga jörðinni fer að verða tilbúin. Eitthvað með fæðingu Miröndu var tekið fram hér, skildi ekki alveg, en virðist eitthvað hafa misskilið áður því nú virðist hún vera of lengi búin að ganga með barnið.

Þau koma að borginni. Mennirnir fara og tala við jarðverurnar á meðan Siska og Lilja bíða í gondólnum. Siska ákveður að hún vilji ekkert minna eiga barnið. Þeim er boðið heim í bæinn og þar er þeim sagt frá meðgöngu kvennanna í ættbálknum. Þau komast líka að því að foreldrar Tsi voru “gerð að engu”. Þeim eru bornir drykkir sem enginn þorir að neita fyrir kurteisis sakir en Siska þykist bara drekka útaf möguleika á alcoholi og hvíslar að Lilju að fá sér bara lítið, svo Lilja fær sér bara einn sopa.
Allt í einu byrja Jaskari, Goram og Móri að missa meðvitund. Móri fremur blekkingargaldur (þann sama og móðir hans og Gissur notuðu til að koma honum undan á Sprengisandi) og á meðan ná Siska og Lilja að flýja inn í skóg (Siska varð að draga Lilju áfram). Jaskari nær að taka upp símann sinn en missir meðvitund við að reyna að hringja. Þá nær Goram að ýta á “hringja í síðasta” á símanum hans Jaskara og nær að segja Marco að þeim hafi verið byrlað eitur, orðið fyrir árás, Siska sé flúin og orðið Lilja… áður en líður yfir hann.

Siska gefst upp, hún getur ekki dregið Lilju lengra og vill ekki skilja hana eftir. Þær heyra í leitarmönnunum (sem fara í vitlausa átt) og þá, á versta tíma fer fæðing Sisku af stað.
En þegar neyðin er stærst er hjálpin nærst. Margir gondólar koma fljúgandi og þar á meðal er Marco sem finnur stelpurnar strax þar sem Siska er að fæða og Lilja heldur í hendurnar á henni að reyna að hjálpa nær meðvitundarlaus. Það líður yfir Lilju og þegar hún vaknar sýnir Marco henni fallegasta stúlkubarn sem hún hafði séð (dóttirin fékk álfagenin frá föðurömmu sinni sem var álfur). Óeðlilega lítil, með græn augu sem glitra, svart krullað hár, bleika húð og lítil oddhvöss eyru sem stingast upp úr hárinu. Henni bregður samt þegar hún sér Sisku liggja sofandi, náföla á jörðinni og heldur fyrst að hún sé dáin, sem hún er ekki. Siska hefur ekki enn séð dóttur sína.

Móri vaknar í myrkri, þeir eru í einu af “húsum” veranna reiknar hann með en sér brátt rim í loftinu og áttar sig á að þetta hljóti að vera einhverskonar fangageymsla. Hann heyrir ekkert og það hræðir hann meira en allt, hann heyrir nefnilega ekki andardrátt vina sinni sem hann finnur samt fyrir þar sem þeir liggja í dái á gólfinu. Jaskari er náttúrulega sonarsonur hans! Svo hefur hann náttúrulega mjög miklar áhyggjur af afdrifum Sisku, það er jú hún sem þau vilja ná og drepa.
Kiro, Dólgur og Ram fá ekkert upp úr höfðingjanum en Dólgur nær sambandi við Móra. Móri kallar á andana sína sem koma til að hjálpa til við að finna þá. Níðhöggur finnur Móra og hina (og staðfestir að Jaskari og Goram eru á lífi) og bjargar þeim út, ásamt tveimur öðrum föngum sem líta út fyrir að hafa verið þar alla eilífð. Álfi og Lemúra. Marco fer með Lilju og Sisku á sjúkrahús. Þá átta allir sig á því hverjir fangarnir tveir eru og fyllast reiði, nánast hatri, í garð jarðveranna. Þetta eru foreldrar Tsi-Tsungga.

Næst kemur kafli sem er aðallega löng samtöl á sjúkrahúsinu. Aðalatriðin eru þessi: Tsi og Siska eru stoltustu foreldrarnir ;) sérstaklega Tsi. Þau biðja Marco og Lilju um að verða guðforeldrar/skírnarvottar Stjörnuauga (sem er gælunafn sem Tsi gefur dóttur þeirra). Goram biður Lilju að vera á sjúkrahúsinu svo að hann geti fylgst með henni. Lilja þráir ekkert meira en að verða partur af “hópnum”. Tsi fær ekki að hitta foreldra sína strax þótt hann dauðlangi það.

Silas er leiður því að hann saknar drekans og mamma hans trúir honum ekki þegar hann segist sakna vinar síns drekans. Hún rekur hann út í garð og þá koma krakkar úr grenndinni og tala við hann. Fyrst er hann hræddur og heldur þau æti að stríða sér á eyrunum sínum og meiða hann, en svo komu þau bara til að kynna sig og biðja hann að koma að leika. Hann segist ekki mega fara út af lóðinni og þá koma þau öll inn fyrir að leika við hann. Hann segir þeim frá drekanum og er hissa og glaður yfir að þau trúi honum öll og öfundi.
Sunna og Kira ákveða að byggja saman hús í Sögubænum, upp á einhverri hæð ef ég skil þetta rétt. Ram og Indra ákveða að byggja þar líka. Kira og Sunna koma með drekann heim til Silasar og taka hann og alla nýju vini hans með upp á hæðina (bakkann) til að sýna drekanum og öllum hvar þau ætli að eiga heima (drekinn ætlar að búa hjá þeim). Mamma Silasar leyfði það ekki strax að hann kæmi nálægt garðinum (öskraði á hann að hlaupa burt svo drekinn æti hann ekki) en á endanum lét hún undan. Silas er loksins kominn í hlýjuna.

Peter, stjúpfaðir Silasar er að leita að þeim. Hann ætlar að skera Lilju á háls og finna svo Silas til að skera af honum eyrun, sem honum finnst meika sens þar sem hann heyrir ekkert með þeim, og drekkja honum svo. Peter veit ekki hvar hann er, bara að hann er í skógi, og það er Fiðrildi, litla álfavinkona Dólgs, sem kemur þeim á sporið. Hún kemur fljúgandi til Dólgs og segir honum að vondur maður sé í skóginum að sparka upp gróðrinum og reyna að veita dýrin til að BORÐA þau! (hehe var mikil áhersla á borða, fyrir þá sem ekki muna þá er nefnilega ekkert kjöt borðað í Ríki Ljóssins). Fiðrildi lætur Dólg vita, sem áttar sig strax á hver er þar á ferð og Dólgur lætur Ram vita.
Peter hefur náð að hlera samtal um dreka í Sögubænum og man þá eftir því að Silas hafði talað um dreka við móður sína. Hann stefnir því í átt að Sögubænum. Hann er vopnaður beittari helmingnum af stórum garðskærum sem hann stal og kemur brátt auga á Silas að leik með drekanum og fleiri krökkum. Hann læðist nær.
Hann kallar á Silas (sem hefur ekki verið sagt frá hættunni) að koma til síns og skipar honum að fara og segja Lilju að koma út. Silas segir honum að Lilja sé ekki hérna, hún sé á sjúkrahúsinu en þá koma Verðirnir aðsvífandi. Þegar allt virðist “vonlaust”, enginn þorir að hreyfa sig þar sem Peter heldur saxinu við hálsinn á Silasi og hótar að skera, kemur hjálp úr óvæntri átt. Drekinn kemur fljúgandi, spúandi eldi með augun rauð af reiði yfir að einhver dirfist að hóta vini hans. Peter sleppir Silasi og hleypur burtu. Stuttu seinna er hann handsamaður.

Fæðing Misu fer af stað! Jaskari og fleiri læknar trilla henni út af stofunni og eitthvert annað þar sem fæðingin fer fram. Á meðan eru allir að hrósa drekanum og knúsa hann. Nema Kira og Sunna, þau læðast burtu og fara í Álfaskóginn þar sem þau leggjast niður í grasið og elskast. Í fyrsta sinn á sinni löngu ævi veit Sunna að hún GETUR elskað.

Tsi fer og heimsækir foreldra sína. Hann labbar inn og þegar hann sér þau brestur hann í grát og segir einfaldlega “hæ mamma og pabbi, ég er búinn að sakna ykkar” og grætur meira. Þegar þau leggja hendi á höfuð hans og segja hvað hann sé fallegur hleypur hann fram og rífst við konuna á barnadeildinni þar til hann fær að taka dóttur sína til að sýna þeim. Hann kemur með hana og segir þeim að þetta sé barnabarnið þeirra. Hann stoppar bara stutt, en nógu lengi til að hann og Stjörnuauga kveiki lífsvilja í tveimur nær dauðum hjörtum.

Goram kemur að ná í Lilju og keyra hana heim en hún biður um að fá að vera á sjúkrahúsinu þar til Miranda sé búin að eiga. Það er stór hátíð í vændum. Þrjú börn að skírast undir hinni heilögu sól og fleira til að fanga, þá sérstaklega leiðangri heiðursgestsins, Náttauga.

Í bæ andanna fær Skugginn heimsókn. Fólkið sitt.

Misa eignaðist vandræðalaust stelpu, öllum til mikillar gleði. Miranda eignast stuttu seinna stóran strák sem er tekinn með keisaraskurði (gátu ekki beðið lengur Miröndu vegna). Enginn er montnari af þeim strák heldur en Indra.

Næst koma tveir mjööög langir kaflar með lýsingum af veislunni og athöfnum. Það tæki mig svona 3 blaðsíður að lýsa öllu svo ég ætla bara að taka aðalatriðin fram. Þau eru:
Öll pörin sem við höfum fylgst með myndast í gegnum bækurnar eru gift, auk álfapara. Börnin þrjú auk tveggja álfabarna eru skírð og Lilja fær sjokk við að sjá dóttur Sisku við hlið álfabarnanna, þau eru svo lík (hún er með þroska álfa svo hún er komin með tvær tennur og situr óstudd og hjalar og man eftir fólki). Hátíðleg athöfn er haldin þar sem allir úr leiðangrinum auk nokkurra annarra sem eiga það skilið fá sólarorðu fyrir að leggja líf sitt í hættu fyrir Ríki Ljóssins og/eða vini sína (Lilja fær orðu). Náttauga er gerður að nýjum indíánahöfðingja og fleira ekki svo mikilvægt á sér stað.

Endirinn á bók 14 : Nýr leiðangur er skipaður út í Myrkrið á hátíðinni til þess að prufa blöndu Mardraganna (sem er til) sem á að hreinsa jörðina. Í honum verða: Móri, Goram, Armas, Jóri Berangaria, Sassa, Þengill hinn góði, jarðandi Shiru og vatnsandi Móra. Talað er um að ein stelpa hefði átt að vera í viðbót en það verði bara að sleppa henni. . .

Lilja stendur og lætur sig dreyma um það ef hún fengi að fara með þegar Goram kemur til hennar að kveðja. Til frambúðar. Fyrir honum var hún bara eitt verkefnið í viðbót, en fyrir henni var hann lífið sjálft. Bókin endar á orðunum “Hvordan skulle hun orke å leve nå? –Det eventyret fikk en dårlig slutt, hvisket hun ynkelig.”