Inn i varmen – bók 14 (Fyrri hluti) *SPOILER*SPOILER*SPOILER*

Hérna er úrdráttur úr köflum 1-13 í bók númer 14 í bókaflokknum Ríki Ljóssins. Þetta er fyrsta bókin af þeim sem ekki voru þýddar og hef ég skrifað niður jafn óðum og ég les hvað er að ske. Fyrir þá sem ekki vilja vita, ekki lesa lengra, fyrir hina: skemmtið ykkur vel :)

P.s það er mikið sem ekki er útskýrt hér þótt langar útskýringar séu í bókinni. Þá er bara að spyrja :) ég man þetta allt ;)


———————————————-


Fjórtánda bókin byrjar á upprifjun. Strókur af svarta vatninu er gosinn upp og enginn veit um áhrifin sem hann hefur á Ríki Ljóssins. Marco er “lífshættulega” slasaður (hann getur ekki dáið. . . annars væri hann það) og Tsi gaf honum tæra vatnið, sem enginn veit hvernig fer með hann. J2 komst til hans með hjálp jarðandans og náði af honum steinbjörgunum af með hjálp Shama.
Þá kemst Tich að því að beltin á J2 eru að bila eða eitthvað svoleiðis =/ náði ekki alveg þarna hvað var að þeim, en allt stefnir í að þau séu föst að eilífu…
Dólgur talar lengi við farangílinn og safírinn um Marco og að þau geti ekki fært hann á meðan öll beinin í honum séu brotin (hvert eitt og einasta brotnaði, var frekar löng lýsing á hvernig þau stungust út og sást þau voru á vitlausum stað o.s.fr.). Dólgur notar steinana til að lækna Marco og við það hreinsast steinarnir (sem voru fyrir þá sem ekki muna orðnir alveg svartir) útaf áhrifum tæra vatnsins sem Marco drakk.
Þau komast loksins löturhægt áfram.
J2 bilar aftur og það á versta stað, ofan á hæð þar sem þau sjást allstaðar frá.

Silas Anderson er kynntur til sögunnar. Silas er 7 ára strákur í Vandræðabænum, hann á enga vini, er með stór eyru og er lagður í alvarlegt einelti. Mömmu hans og stjúpföður er sama um hann. Í lok 3. kafla er hann einn úti í skógi, grátandi. Hann grætur því dýrin, sem hann lítur á sem einu vini sína, eru í felum.

Goram er bitur yfir að hafa ekki fengið að fara með út í myrkraríkið. (Þetta skeður 2 dögum eftir að leiðangurinn fór af stað). Hann er sendur í Vandræðabæinn að tala við Lilju Anderson, sem hafði kallað eftir Verði. Lilja er feimin við Goram og finnst hann furðulegur (líka hrædd því krakkarnir í Vandræðabænum eru alin upp við að Verðirnir séu einskonar “skrímsli” eftir því sem ég skil best).
Goram gefur sölukonu óútfyllt gjafabréf í stærstu búðina í bænum og í staðinn fékk Lilja að fá sér að borða eins og hún vildi (hún var svöng en átti ekki pening). Lilja segir Gorami frá því að hún hafi komið að Silasi, stjúpsyni frænda síns, þar sem hann reyndi að hengja sig og biður hann um að reyna að hjálpa Silasi, honum líði svo illa.
Goram lætur Lilju frá falið samskiptatæki svo þau geti talað saman.

Beltin slitin og virðast ónýt á J2. Allir eru hræddir því þau eru uppi á hæð og sjást vel. Skugginn er sendur að kanna svæðið og kemst að því að allir óvinirnir eru dauðir. Faron sendir Skuggann, Shiru og Mar að kanna stærra svæði. Beltin eru slitin og allir óska þess að Móri væri hjá þeim til að galdra þau saman. Freki stingur upp á að einhver sem geti opnað hurðir fari með honum í næsta bæ að leita að einhverju til að laga beltin með. Faron segist vilja fara með honum. Þá lagar Dólgur beltin með steinunum og andarnir koma til baka. Ekkert líf er lengur í Svörtu fjöllum. Þau ferðast í örlitla stund í viðbót en fara svo öll að sofa, nema Skugginn.

Faron kemur og Skugginn segir honum sögu sína. Skugginn spyr um fólkið sitt, hvað hafi orðið um þau og Faron segir honum að þau búi öll í dal Framandmannanna. (Didn’t see that coming!) Skugginn grætur af gleði yfir að vera ekki einn lengur, eftir að hafa verið það í margar aldir.
Þegar þau veru vöknuð og komin af stað öskrar Siska upp yfir sig. Þau eru komin í skóginn hennar. Hún fer burt án leyfis til að finna föður sinn en Marco og hinir verða fullir angistar þegar þeir komast að því. Hún er jú ólétt og síðast þegar hún var “heima” voru allir að reyna að nauðga henni og drepa.

Siska kemur í bæinn sinn og margt er breytt. Á móðurmálinu sínu biður hún um höfðingjann, hún sé Siska prinsessan týnda. Enginn þekkir hanna en náð er í ókunnugan mann (sem er ekki faðir hennar) og hann er víst höfðinginn. Loks stígur fram eldgömul kona sem þekkir nafn hennar. En hún hafði heyrt sögur um hana frá gamalli ömmu sinni sem hafði heyrt þær sem barn. “Tíminn líður svo hægt í Ríki Ljóssins” segir Siska við sjálfa sig þegar hún áttir sig á því að hún er orðin að löngu gleymdri goðsögn, að allir sem hún þekkti og unni séu látnir. Allir verða hissa og ágengir þegar hún minnist á Ríki Ljóssins og þegar hún dregur fram vasaljósið sitt og bíður í skiptum fyrir ávexti ráðast allir á hana. Ekki bara menn í þetta skiptið heldur einnig konur og börn. Skugginn og Mar (sem höfðu farið með henni fyrir Tsi (sem vissi af því að hún fór)) bjarga henni óséðri í burtu, Mar stöðvar fólkið en Skugginn sveipar um hana skikkjunni sinni svo hún verður ósýnileg.
Þegar Siska kemur til baka sitja allir og tala um hversu mjög þau sakna Ríki Ljóssins.

Goram fer í skólann hans Silasar til að kanna málið, fullur meðaumkunar til Lilju og Silasar yfir feðrum þeirra (sem berja þau) og mæðrum, sem í Lilju tilfelli lætur ofbeldið viðgangast þótt henni sé ekki sama um Lilju en í Silasar er alveg sama um hann. Hann hugsar mikið um Lilju og prufar samskiptatækið þegar hann kemur að skólanum hans Silasar.
Goram verður vitni að einelti frá öllum að Silasi, bæði andlegu og líkamlegu í frímínútum og þegar allir eru farnir inn fer hann beint á skrifstofu skólastjóra . Hann biður um að fá að sitja tíma með 1. bekk en skólastjórinn bíður honum að horfa frekar á eftirlitsmyndavélar (sem kennararnir vita af, en ekki nemendur). Þar sér hann og heyrir hversu illa kennarinn kemur fram við Silas (er ömurlegur) og ákveður að tala við drenginn fyrst, svo foreldrana. Á meðan situr skólastjórinn og vorkennir kennaranum yfir að þurfa að kenna jafn vonlausu tilfelli og Silasi. . .
Goram eltir Silas á leiðinni heim, hringir í Lilju og biður hana um að fara heim til Silasar og fá leyfi fyrir því að hann fari út með henni. Stjúpfaðirinn er með móral en samþykkir samt.
Lilja hittir Silas, skítugan og blóðugan í rifnum fötum og hjálpar honum að þrífa sig og segir honum frá Goram. Silas og Lilja hitta Goram við gondólinn hans því hann vantar hjálp frá Silasi með dýr, segir hann þeim. Hann leyfir (og kennir) Silasi að fljúga og lætur hann fá talkubb að láni og lofar þeim pari sem þau fái daginn eftir. Þá kemur “dýrið” labbandi og Silas öskrar og stekkur upp í gondólinn. Það er dreki.

Silas þorir ekki til drekans en biður Lilju um að gefa honum nestið sitt (sem hann þorir ekki að borða í skólanum) og segja honum að hann sé líka einmanna. Goram og Lilja ákveða að hittast um kvöldið. Vinkona Lilju hringir og bíður henni í FF partý (ForeldraFrítt) en hún segist þurfa að. . . læra.
Goram fer á fund með foreldrum Silasar, skólastjóranum og kennaranum hans og sínir þeim þar að Silas er heyrnarlaus. Sem er eitthvað sem ekki einu sinni Silas vissi þar sem hann talar og fæddist þar af leiðandi ekki heyrnarlaus. En það útskýrir af hverju hann svaraði sjaldan kennaranum og foreldrum, hann gerði það bara þegar hann gat lesið af vörum hvað þau sögðu. Enginn læknir vann í skólanum svo Goram kallar á Jaskara og gefur Silasi talkubba til að skilja þau betur.

Jaskari segir Goram að J1 sé kominn inn í ríkið með Chor, Söss, Jóra, Armas, Yorimota, Heiki, tvo úlfa og skara af föngum svörtu fjalla.

Jaskari kemur fram eftir að hafa skoðað Silas og segir að vinstra eyrað sé ekki hægt að laga með neinum ráðum, það hafi orðið fyrir óbætanlegu tjóni vegna of margra og of harðra slaga. Hægra eyrað sé svipað en aðeins skárra farið. Allt sé það útaf grófri misnotkun sem barnið hafi orðið fyrir. Stjúpfaðir hans er handtekinn á staðnum og Goram verður enn reiðari þegar hann afsakar sig og réttlætir gjörðir sínar með því að hann hafi aldrei snert sín eigin börn. Goram fylgir móðurinni heim (Silas var farinn heim úr skólanum á þeim tímapunkti). Þau eru að tala um að hann ætti ekki að labba einn í og úr skóla þegar þau labba fram á skólabækur Silasar um allt og annan skóinn hans fullan af “søle”. Stutt frá hékk sokkurinn hans á grein, blóðugur, en Silas er horfinn. Þau hlupu heim til hennar (mömmu Silasar) en Silas hafði ekki komið þangað.
Goram setur af stað viðamikla leit. Silas er horfinn eftir slæma árás, hvar er hann?

J2 hefur keyrt fram og til baka í sólarhring og allir eru að gefa upp vonina um að komast heim. Þau sjá enga leið færa aðra en þá að snúa við, en það tekur þau 2-3 daga bara að komast á punktinn þar sem þau týndu förum J1. Þau ákveða því að sofa á því. Þau tala mikið saman, hafa verið á ferðinni í 57 eða 75 daga (ekki alveg viss). Þá fara þau að tala um barnið hennar Sisku og kemur upp að Tsi er 50/50 lemúri og jarðálfur/jarðvera og jarðverurnar ganga einungis með í 9 vikur. Hvernig verður meðganga Sisku? 9 mánuðir. . . eða vikur?

Allir eru að leita að Silasi og margir reiðir því pabbi Lilju var handtekinn líka fyrir að misþyrma henni. Allt í einu kemur yngra systkini Silasar grátandi, “því Silas tók öll eplin” sem höfðu verið á fati við opinn gluggann. Goram og Lilja hlaupa bæði út á stundinni, þau finna Silas stuttu seinna, liggjandi bak við bak við drekann, báðir sofandi. (Silas með nakinn fót allan í storknuðu blóði og stórt glóðarauga.)

Allt í einu dimmir yfir öllu, fyrst halda það að slokknað hafi á sólinni en raunin var sú að verndarskildir lukust um allar sólir ríkisins. Hjúpurinn um Ríki Ljóssins er ónýtur og einhverju óskiljanlegu rignir niður (við vitum hverju). Öllum kólnar. Goram rekur Lilju, Silas og drekann inn í skýlið hans en fer sjálfur að kanna málið.
Öllum sólunum hefur verið “lokað” og allir finna fyrir illskunni sem rignir niður og Verðirnir eru hræddir því þeir óttast að þetta hafi eitthvað með leiðangur Náttauga og hinna að gera.

Úti í myrkra ríkinu gefur J2 upp öndina. Í reiði sinni slær Ram inn númerið hjá Rok og sér og öllum öðrum til mikillar undrunar svarar Rok. Hann segir þeim frá gatinu á hjúpnum og að stóri gondólinn, <<kondoren>>, sem átti að gera við það verði sendur út til þeirra, þau þurfi bara að gefa upp staðsetningu. Shira fer til Marco og talar við hann. Honum líður illa yfir hvað verði um sig nú þegar hann hefur drukkið tæra vatnið og skaðanum sem hann hafi valdið.
Skyndilega heyrir Indra eitthvað, Tsi sendir upp neyðarblys og stuttu seinna kemur gondóllinn svífandi til þeirra.

Flestir fóru yfir í <<kondoren>> en Tich, björninn og sjúku mennirnir 12 urðu eftir (og til að annast þá Dólgur, Skugginn og Indra urðu eftir í J2 til að annast þá og Ram til að vera með Indru.)
Allir úr leiðangrinum fá samviskubit þegar þeir sjá útganginn í “landinu” sínu.
Það er flogið með þau beint í sóttkví.

Indra fær heimsókn (gegnum glervegg, hún öðru megin en þau hin hinu megin og talað gegnum mica) frá Gabríel (pabba sínum), Miröndu og Gondagil. Indra spyr hvort það sé ekki allt í lagi, hún sé búin að vera í 2 mánaða ferðalegi og Miranda sé ekki enn búin að eiga. Þau setja upp skrítna svipi og segja að þau hafi einungis verið í burtu í 4 daga.
Þau tala lengi um allt milli himins og jarðar. Talornin og Lenore voru beitt hreinsun fyrir “glæpi” sína og Siska flutt beint á sjúkrahús í eftirlit útaf barninu. Þau segja Indru frá Silasi og Goram.
Allt í einu grípur Miranda í höndina á Gondagil og kreistir fast. Hún segist þurfa að komast á sjúkrahúsið, barnið sé á leiðinni.