Saga - Ástir Lúcífers. Jæja það er kominn tími til þess að ég sendi grein inn á þetta yndæla áhugamál.

Og já það er klárlega *spoiler* ef þú ert ekki búin/n að lesa bók 29.


Saga. (bók 29)
Árið 1836 fæddist dóttir Önnu Maríu af ætt Ísfólksins og Kols Símonar. Hún fékk nafnið Saga sem þýðir ævintýri á sænsku, enda var hún eins og ævintýraprinsessa. Hún bar kolsvart hár eins og faðir hennar sem var komin af vallónum en Saga var með ljósgræn augu, enda var hún útvalin.
Saga bjó góðu lífi með foreldrum sínum og lærði mikið af móður sinni, þar á meðal söguna um Lúcífer sem henni fannst svo ákaflega heillandi. Saga var 22 ára þegar hún missti föður sinn og Anna María átti stutt eftir. Saga var gift manni sem hét Lennart en skildi við hann um leið og móðir hennar dó í þeirri trú að dóttir hennar væri hamingjusöm, þá var saga 24 ára. Þá fékk hún kallið og vissi að hún þurfti að fara til Lindarbæjar.
Hún lagði strax upp í för sína til Noregs og Lindarbæjar en forfeðurnir reyndu að ná til hennar nokkrum sinnum til þess að vara hana við einhverju, en forfeðurnir sögðust ætla að senda henni hjálparmann. Snemma á ferð sinni rekst hún á mann sem kallaði sig Marcel en hann var ótrúlega líkur henni Sögu og virðist vera skyldur henni í gegnum föður sinn. Á sama tíma hittir hún sláandi fallegan mann sem kallar sig Paul von Lengenfeldt greifa. Vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna enda þau þrjú með því að ferðast saman til Noregs. Landamærunum hafði verið lokað vegna hræðslu við sjúkdóm en þau þrjú þurftu að komast til Noregs sem fyrst og ætluðu því að reyna að komast yfir langamærin annarstaðar. Brátt komst vagn greifans ekki lengra og þau freistuðu gæfunnar og ganga í gegnum skóginn í von um að komast yfir landamærin.
Saga varð sífellt hrifnari af Marcel en þau byrjuðu að gruna greifann um græsku, sérstaklega þegar hann sýndi yfirmáta mikinn áhuga á peningavirði fjársjóðs Ísfólksins. Brátt fór Saga að vera viss um að Paul væri í raun og veru Lúcífer sjálfur, kominn á jörðina til þess að finna sína heittelskuðu. En hún byggði þann ótta á viðvörunum forfeðrana sem voru víst að vara hana við Lúcífer og undarlegu valdsmannlegu yfirlit Pauls og annarra persónueinkenna. Saga gekk meira að segja svo langt að setja svefnlyf í drykk greifans. En brátt var allur fjandinn laus, morðingi var laus á svæði og lögreglan á eftir honum. Paul var einnig búin að hlaupast í burtu með fjarsjóð Ísfólksins sem hún fékk reyndar aftur undir rest. En svo bætti ekki úr skák hinir yfirnáttúrulegu atburðir sem gerðust þessa örlaganótt.
Margir undarlegir hlutir gerðust þessa nótt og Saga var ætíð handviss um að þetta væri Paul sem Lúcífer að reyna að ná til hennar. Hún var hrædd um sig og líf Marcels. En brátt komst hún að hinum örlagaríka sannleika að Paul var alls ekki Lúcífer heldur var það Marcel sjálfur sem var að prófa ást Sögu á sér. Henni hafði aldrei grunað að Marcel hafði verið Lúcífer en hún tók honum samt eins og hann var og þau elskuðust þarna í skóginum. En tími Lúcífers var brátt á enda á jörðinni og þurfti að snúa aftur til djúpanna og Saga hafði verk að vinna sem ein af þeim útvöldu af ætt Ísfólksins.
Saga átti erfitt með það að halda áfram að lifa lífinu eftir að Lúcífer hvarf frá henni. Henni fannst allt svo tilgangslaust. En Saga komst til Lindarbæjar. Stuttlega komst hún að því að verk hennar var að ná hlutnum sem átti eftir að hjálpa hinum útvalda sem átti að berjast við Þengil hin illa. Hluturinn lá uppi á háalofti á Grásteinshólma sem var undirlagður af gráa fólkinu og var að hruni kominn. Gráa fólkið var upphaflega 26 talsins auk allra litlu kvikindanna en voru aðeins 21 talsins þegar Saga kom til sögunnar. Þar töldust hengdi maðurinn, tvær stelpur, andavera, draugur með vígtennur, fjórir álfar, mara, ein kona, slepjuleg vera, útburður, norn, galdrakarl og nokkrar þjóðsagnaverur sem hljóta að hafa verið 6 talsins. Henni tókst að hreinsa Grásteinshólma af gráa fólkinu en húsið hrundi.
Saga komst fljótlega að því að hún var með barni og hélt sér því áfram á Lindarbæ. En barnið, eða þ.e.a.s. tvíburarnir, fæddust fyrir tíman og var Saga þá á ferðalagi með Henning sem var aðeins 11 ára. Saga eignaðist Marco, fallegasta barn sem nokkurn tíman hafði sést, og Úlfar sem var illa bannfærður. En Saga hefði ekki lifað af að eignast bannfært barn eins og svo margir af ættinni. En það sem bjargaði henni voru svartir englar sem komu og sóttu hana til þess að fara með hana til hallar Lúcífers, og það var það seinasta sem sást af Sögu.


Jæja, þetta er ekkert besta grein í heimi en þetta er þó eitthvað! :)


Heimildir: Ástir Lúcifers eftir Margit Sandemo.
kveðja Ameza