Textinn í byrjunn bókanna Textinn sem er oftast í byrjun bókanna:

Fyrir löngu, fyrir mörgum öldum, gekk Þengill hinn illi út í eyðimörkina til að selja Satan sál sína.
Hann var ættfaðir Ísfólksins.
Þengli var lofað jarðneskum gæðum gegn því að minnst einn afkomandi hans í hverri kynslóðgengi í þjónustudjöfulsins og ynni illvirki. Þeir áttu að þekkjast á gulum augum og yfirnáttúrulegum krafti. Einhyvern tímann átti sá að fæðast, sem réði yfir meiri krafti en nokkru sinni hafði sést á jörðinni.
Bölvunin átti að hvíla á ættinni uns menn fyndu staðinn sem Þengill hinn illi gróf niður pottinn með seiðnum, sem hann gól til að mana fram herra undirdjúpanna.
Svo segir þjóðsagan.
Hún var næstum því sönn, en ekki alveg.
Þengill hinn illihafði leitað Linda lífsins og drukkið þar af vatni illskunnar. Honum var heitið eilífu lífi og valid yfir öðrum mönnum, gegn því að hann seldi afkomendur sína hinu illa. En tímarnir voru slæmir og hann lét sig falla í dá, uns betri tíð rynni upp á jörðinni. Potturinn, swem fólk talaði um var krúsin með vatni illskunnar, sem hann hafði látið grafa niður. Nú beið hann í ofvæni eftir tákninu, sem vekti hann.
En um 1500 fæddist annar bannfærður af ætt Ísfólksins. Hann reyndi að vinna góð verk í stað vondra, þó að hann hefði hlotið bölvunina í vöggugjöf. Þess vegna var hann kallaður Þengill hinn góði. Þessi saga er um fjölskyldu hans, en þó kannski first og fremst um konurnar af ætt hans.
Shiru af ætt Ísfólksins, tókst árið 1742 að komast að lindum lífsins og sækja hið tæra vatn, sem gerir að engu áhrifin af vatni illskunnar. En það hefur enginn fundið krukkuna, sem grafin var í jörðu. Og alltaf óttast menn, að Þengill hinn illi vakni áður en það gerist. Það veit enginn, hvar hann er eða hvað getur vakið hann.