Þengill - Þengill hinn góði einsog hann er kallaður er sko
sannarlega Konungur ísfólksins en það er einmitt það sem Þengill
þýðir. Spurning hvort Þengill hinn ílli yrði góður Konungur?

Silja - Silja er komið af nafninu Sesselja en það kemur
af latnenska nafninu Ceacilius sem þýðir blindur, ég held nú
samt að hún hafi alveg vitað þá leið sem hún var að fara.

Líf - Hún var dóttir Þengils og Silju, nafnið segjir sitt sjálft
en það þýðir einmitt að lifa, hún var líka langlífuð manneskja.

Ari - Sonur Þengils og Silju, nafn hans þýðir Örn eða sá hraðfleygi
veit svosum ekki en mér fannst hann frekar slow, t.d. með Metu.

Sunna Angelíka - Stúlka sem Silja fann hjá líki móður sinnar Sunnivu
(eldri) en Sunna þýðir auðvitað sól einsog margir vita en angelíka
er dregið að latnenska orðinu angelicus en það þýðir að vera lík engli
… humm…

Hanna - Hún Hanna hennar Silju var svo sannkölluð norn, en nafnið
hennar þýðir að vera í náð hjá guði, við getum nú dæmt um það…

Grímur - Grímur var galdramaður sem féll í skugga Hönnu
en nafnið hans merkir gríma eða vera í dulargervi.

Sunniva - Sunniva (eldri) var móðir Sunnu okkar Angelíku
en Sunna eignaðist dóttur sem hún skírði í höfuðið á móður sinni,
Sunniva er komið af Sunne og Gifu, Sunne merkir sól en Gifu merkir gjöf
en Sunniva var einmitt eina barnið sem Sunna fékk að eiga áður en hún dó.

Kolgrímur - Kolgrímur var sonur Sunnivu, hún skírði hann kolgrím vegna
hversu dökkur hann var. “Kol” merkir dökkt yfirbragð og einsog ég sagði
áðan þýðir grímur hulinn, hann var því miður ekki svo hulinn þegar hann
drap Þorgeir

Þorgeir - Hinn útvaldi á undan Natanieli, en Þorgeir var drepin af 14 ára gömlum
bannfærðum dreng. Þorgeir er tekið úr norrænni goðafræði, Þor er merkir Þór
og Geir þýðir spjót en sumir vilja telja að það sé sá maður sem þorir að beita
eggvopni, - Hermaður. Hann hefði eflaust geta ráðið Þengil hinn illa af
dögum ef hann hefði getað lifað svo lengi.

Þrándur - Þránur var bróðir Þorgeirs, en Þorgeir þurfti að drepa Þránd
venga þess að hann reyndi að drepa sig. Þrándur merkir hinn farsæli.
Ég gæti samt ekki sagt að sú þýðing henti honum mjög vel.

Matthías - Hinn góði Matthías var svo sannkölluð guðs gjöf en það er
eimitt það sem Matthías þýðir.

Ingiríður - Ingiríður var mjög fögur norn einsog hún Sunna. Hún hafði
mikla hæfileika og gat séð örlítið inní framtíðina. Forliðurinn “Ingi”
merkir konungur eða að vera konungborinn, og ríður þýðir að vera falleg
og umhyggjusöm. Hún var kanski ekki konunborin en hún var þó falleg og
gat verið umhyggjusöm ef hún vildi.

Úlfhéðinn - Úlfhéðinn var ekki einn að þeim góðu af ætt ísfólksins en
varð þó góður. Nafnið passar þó við hann því hann var svo ílla bannfærður
en nafnið merkir úlfafeldur.

Nikulás - Nikulás var einn að þeim 3 útvöldu sem áttu að finna úlfhéðinn
og gera hann að betri manni. Nikulás er tekið úr grískunni og þýðir
sigurvegari þjóða. Hann er sannur sigurvegari.

Þula - Þula var falleg bannfærð norn sem fann flautuna til að vekja
Þengil hinn ílla. Þula merkir að vera söngkona, ég veit fátt um hvernig
hún söng en hún gat þó spilað á flautu.

Rúni - Rúni er okkar ástkæra Alrún sem svartenglarnir gæddu lífi. Rúni
er stytting á Rúnar sem er tekið af kvennafninu “rún” sem merkir
lendadómur og vinur í raun. Ekkert annað nafn gæti passað betur við
þennan mann/rót.

Ef þið vitið um fleiri þýðingar á nöfnum endilega komið þeim á framfæri


— Takk fyri