Marco Svartsala prins Ef þú hefur ekki lesið allt Ísfólkið og Ríkiljóssins mæli ég ekki með að lesa greinina þar sem hún mun skemma algerlega. Hún fjallar um Marco og lauslega um líf hans.

**spoiler**


**spoiler**



Marco af ætt Ísfólksins og svartengla, Prins svörtusalina, sonur Sögu Símonar (1836-1861) og Lúsífers.

Dæmdur til að lifa einn og án ástar konu, eins sorglegt og það hljómar gat hann ekki elskað. Hann var sagður búa yfir yfirnáttúrulegri fegurð, hann var á öllum aldri og hörund hans var sem gull.
Hann fæddist árið 1861 ásamt tvíburabróður sínum Úlfari sem varð móður þeirra að bana í fæðingu. Þeir voru eins og svart og hvítt, Úlfar var illa innrættur og gerði allt sem honum datt í hug sama hvaða afleyðingar það hafði í för með sér, Marco var sá eini sem Úlfar mögulega hlustaði á. En örlög hans voru bitur. Marco átti ekki margt að velja og neyddist til að skjóta bróður sinn þegar hann hélt hníf að hálsi ættingja þeirra og hótaði að deyða hana.. skotið varð því miður Úlfari að bana.

Eftir dauða Úlfars fór Marco niður í svörtusali föður síns til þess að læra. Marco var nefnilega gerður í þeim einum tilgangi að vera boðberi föður síns Lúsifers, og var aldrei hamingjusamur þar. En sögu Marcos var ekki lokið, hann birtist ættingjum sínum þegar nauðin var sem mest og þegar þau þurftu á honum að halda. Og til þess að ekki kæmist upp um það að hann væri ódauðlegur birtist hann sem sonur sinn og nefndi sig Imra svo seinna meir sem sonur Imra og þá hét hann Gandur.
Marco gat ferðast um tíma og rúm hann var draumur allra kvenna. Hann elskaði allt og alla en gat þó ekki orðið ástfangin.. það má segja að hann hafi verið kynlaus. Saga hans er sorglegasta sagan með sorglegustu örlögunum að geta ekki elskað og að þurfa horfa upp á kynslóð eftir kynslóð eldast og hverfa, deyja, án þess þó að eitt ár bættist við fagurt andlit hans.

Hann hjálpaði svo ættingjum sínum að berjast við Þengil hinn illa og þá varð hann loks hamingjusamur. Loks fékk hann að vera með ættingjunum sínum og fylgja þeim alla leið. Eimannaleikin var að mestu bak og burt þó vantaði alltaf eitt.. en svo koma að því að hann varð að hverfa aftur niður í svörtu salina, þar sem ekkert beið hans nema endalaus eymd og þrá. En þá bauðst honum þá kostur að fylgja Ísfólkinu og vinum þeirra niður í Ríkiljóssins þar sem hann var umkringdur vinum og hafði nóg að gera. En hann var einmanna og vildi fá að upplifa það sem Ísfólkið ættingjar hans var svo ríkt á, að vera ástfangin.
Sunna af ætt Ísfólksins var því sem næst kom honum, hún var ekki einnar manna kona og laðaðist af mönnum líkum Satani eða Þengli hinum góða. Hún bað svo Marco að hjálpa sér og hann gerði hana að “manneskju” hún sem var andi og gerði henni kleift að elska. Þá fór hann að hugsa..
Og auðvitað veit ég ekki hvað gerðist svo þar sem það var hætt að þýða Ríkiljóssins yfir á Íslensku og þannig endar sagan hjá Marco.

Alveg snilldar persóna, ein af mínum uppáhalds bara af öllum þeim bókum og myndum sem ég hef lesið og séð. Marco sannar það að Margit er snilldar rithöfundur sem býr yfir svakalegum hugmyndum. Hver veit hvað meira hún hefur að geyma þarna sem ekki er þegar komið í ljós.

Biðst afsökunar á því að það vantar alveg voðalega mikið í þetta en ég vildi ekki fara alveg of ýtarlega.