Ísfólksplaylist....gæti innihaldið smá SPOILER
Datt í hug að gera svona Ísfólks playlist, úr svona nokkrum frekar eftirminnanlegum atvikum, en þetta alfarið mín skoðun tek það fram og langaði bara að gera eitthvað samtvinnað með 2 hlutum sem ég held upp á, þ.e. Ísfólkið (bækur almennt) og tónlist. Kemur bara svona bara upp í hugann þegar ég er að hlusta og glugga í nokkrar bækur..
Endilega segið mér hvernig ykkur lýst á, gæti þá kannski gert fleiri svona.

Álagafjötrar: þegar Silja er í Þrándheimi, plágan allt í kringum hana, einmannaleikinn þrýstir á hana og hún hefur misst alla sem henni þykir vænt um. Samt heldur hún áfram og tekur að sér tvö börn sem hún þekkir ekki neitt. Np;: October sky (movie soundtrack) – Mark Isham þetta lag lætur mann trúa á meira en bara það sem er fyrir framan nefið.
Þegar hún og Þengill verða ástfangin þá er eitt lag sem er svona frekar rómantískt, finnst mér,, np;: Rómeó og Júlía – Bubbi (líka til með á móti sól cover).

Hyldýpið: Sunna þegar hún er öll np;: Mad World – Gary Jules.

Vonin: Þar sem Yrja er ein að uppáhaldspersónunum mínum þá er mitt uppáhaldslag tileinkað henni… np;: Iris - Goo Goo Dolls.
Þegar Tarald uppgvötar ástina á Yrju, sem er eitt það fallegasta sem til er, græt alltaf þar er np;: Walking after you – Foo Fighters.

Ástarfuni: Villimey og Dominic, þau eiga skilið tvö falleg;-).. np;: Kiss me – Six pense non the richer & Wonderwall - Oasis

Fótspor Satans: Eitt orð: Úlfhéðinn, np;: Hirosima – Bubbi. Og Bat country – avenged sevenfold.

Tennur drekans: Heikir einmana litla krútt, fólk lagði hann illa í einelti…hann er í rauninni utangarðsmaður í þessari bók, þannig að þetta lag er svona í anda np;:Outsider-Green day (Ramones cover).

Martröð: Losti og Ást. Myrkur og Ljós. Djöfull (6*y btw) og mannvera (af ætt svartfjallaenglanna) verð að setja eitthvað svona sexy lag… no;:Sælan – Skítamórall þú kemur um hánótt læðist kyrrt og hljótt…

En þetta er allvega nokkur lög sem mér datt svona í hug.. Vona að ykkur líki við þetta og þetta komi af stað fleiri greinum..
- Anna

Ástin er eilíf, en hún getur samt breyst…
This is an incredibly romantic moment, and you're ruining it for me!