Sunna af ætt Ísfólksins – hluti 2

Sunna fann sko sannarlega fyrir frelsinu þegar hún steig á hafnarbakkann í höfuðborg Danmerkur. Hún var loksins frjáls og tvítug og gat gert hvað sem hún vildi gera. Dagur tók á móti henni í Kaupmannahöfn. Dagur fór með hana í heimsókn til fræðimanns sem hann mat mikils og bjó hjá en þegar þau komu þangað þá ríkti eymd á heimilinu. Ungur drengur fræðimannsins hafði týnst og fannst hvergi merki um hann og ekkert hafði heyrst frá honum í 3 daga. Móðirinn var löngu orðin taugaveikluð og greinilegt var að fræðimaðurinn sem Dagur þekkti var einnig orðin mjög hræddur um litla drenginn sinn. Sunna tók strax til starfa – hún fann fyrir lífsmerkjum litla drengsins og loks gat hún notað hæfileika sína í eitthvað gott. Sunna útskýrði málið fyrir fræðimanninum og hann skyldi það – ef aðeins hún gæti fundið hann! Hún fann hann svo sannarlega, alveg heilan á húfi þó svolítið svangann og blautan – út í lítilli skemmu rétt hjá. Fræðimaðurinn og fjölskyldan urðu himinlifandi og áttu Sunnu lífið að launa. Dagur sagði henni svo eftir ævintýrið þeirra að fræðimaðurinn var í raun dómari í hæstarétti í Danmörku og hún hefði átt að vera hljóð um hæfileika sína – en dómarinn hafði þó lofað að þegja um hæfileika Sunnu. Hún fékk að vera yfir veturinn sem barnastúlka og þáði það.
Hún átti annað lítið ævintýri í Danmörku þegar hún dvaldist hjá Degi. Hún komst á snoðir um einskonar galdrahóp – þar sem hinn æðsti átti að dveljast. En allt var það nú plat og Sunna komst upp um hópinn. Hún vildi enga ametura heldur alvöru galdramenn og konur – hún vildi sameinast hinum æðsta og var viss um að engin maður myndi svala þörf hennar en hann – sá eini. (Fyrirgefið, en ég ákvað að sleppa hermönnunum tveim sem fylgdu henni frá Kaupmannahöfn um Skán – var orðið svolítið langt)

Sunna síðan hélt frá Kaupmannahöfn í neyð útaf nornastimplinum sem hún fékk á sig af klaufaskap. Hún hélt í leit að öðrum eins og henni. Hún hafði frétt af gömlum galdrakonum og körlum sem héldu sig í gili og ákölluðu hinn æðsta. En á leiðinni kom hún að hópi af hermönnum að nauðga ungri stúlku upp við grindverk og stoppaði þá. Unga stúlkan hét Meta og var illa farin eftir mennina. Sunna tók hana að sér þrátt fyrir ferð sína og hét henni því að enginn myndi gera henni illt framar.
Síðan hélt hún leit sinni áfram að nornunum og galdramönnum. Hún fann tvær gamlar nornir og einn lúinn galdramann í gili eftir langa leit. Sunna fann sig hjá þeim en sá hve lífið hafði verið þeim erfitt og þau voru þreytt eftir lífið. Önnur af gömlu konunum spáði fyrir Sunnu og sagði henni að henni væri þörf heima fyrir – að einhver hennar nánustu væri í vanda staddur. Þau fóru síðan öll saman í vímu – þar sem Sunna sá alla sína löngu gleymda forfeður og hitti þar einnig Þengil hinn illa en þeirri reynslu hafði hún betur sleppt því gömlu galdrahróin þurftu að hjálpa henni úr vímunni. Þengill hinn góði fann vanda hennar alla leið að Lindarbæ og hjálpaði henni með þvi að senda henni góða strauma. Sunna síðan fór til Blokkbergs, þar sem nornir og galdramenn sameinast í nautn sinni og þar kynntist hún manni sem hún taldi vera Satan. Hún var ekki söm eftir að hafa kynnst honum og taldi víst að hann væri eini maðurinn fyrir hana.
Síðan kvaddi hún vini sína og hélt með Metu frá Skáni til Noregs – því hún ákvað að staður Metu væri á Lindarbæ hjá fólki sem myndi koma vel fram við hana.

Þegar Sunna og Meta stigu loks á norskt land í Osló eftir erfiða sjóferð og Sunna fór strax til Líf systur sinnar sem átti nú heima í Osló með nýjum eiginmanni sínum. Líf hafði átt það erfitt því eiginmaðurinn var afar vondur við hana en Sunna kom sko litlu systur sinni svo sannarlega til hjálpar. Hún eitraði fyrir vondu tengdamóður hennar – sem hafði lagt litlu Líf í einelti heima fyrir. Sunna síðan lofaði að hjálpa henni en Líf var afar hrædd við að maðurinn hennar yrði afar reiður. Þó tók hún hana Líf út til að hitta Dag sem átti að sækja Sunnu í Osló. Dagur var skiljanlega reiður líka og lögðu þau Sunna og Dagur á ráðin á leiðinni heim í Lindarbæ eftir að hafa skutlað Líf heim með lof um hjálp.
Það er nú ekki annað hægt en að segja að Sunna hafi svo sannarlega alltaf hjálpað sínum nánustu og vílaði ekki fyrir sér morði. Því nokkrum dögum seinna dó maðurinn hennar Líf í hörmulegu vinnuslysi og hugsuðu því sumir á Lindarbæ hvernig það óhapp hafi orðið til en um það var þó aldrei rætt.

Meta fékk heimili á Lindarbæ, alveg eins og Sunna hafði lofað og var tekin opnum örmum. Líf kom aftur heim og var ánægð þar því þar var hennar rétta heimili. Brátt blómstraði ástin milli Líf og Dags og voru allir ánægðir með það fyrirkomulag.
Sunna hins vegar var orðin eirðarlaus aftur og fór aftur til Blokkbergs þar sem hún hitti manninn sem hún taldi að elskaði hana og eina manninn sem hún taldi sig elska. Sunna bað svo loks leyfis um að fara til Osló og vera þar um stund og Þengill og Silja gáfu henni það því þau gátu nú ekki haldið henni fastri heima. En á leiðinni gerðist atburður sem átti eftir að breyta lífi Sunnu. Hún ákvað að stoppa á krá til að borða og þegar hún var sest við borð eitt og hafði litið í kringum sig, sá hún hann! Myrkrahöfðingjann! Manninn sem hún hafði hitt og notist með í Blokkbergsferðunum! Hann sá hana einnig og Sunna sá girndina í augnaráðinu. Hann var þó aðeins öðruvísi en gat ekki farið til hennar því hann var með tveim mönnum og fór svo með loforð í augnaráðinu.

Sunna var ekki söm við sig eftir það og ráfaði um götur Osló í leit að honum. Loks þó gafst hún upp og ætlaði að versla en lenti í rifrildi við konu eina sem vildi sama hlut og hún. Sunna gaf sig ekki en ekki heldur konan og brast þolinmæði Sunnu. Hún galdraði kjólinn hennar af og var umsvifalaust kölluð norn og handtekinn. En einn af gömlu elskhugum hennar, hann Kláus hjálpaði henni að flýja og bjó hún um stund hjá honum í gömlum kofa sem hann átti. Þar var ekki aftur snúið – Sunna var búin að fá á sig nornastimpilinn og varð að fara varlega. Sunna og Kláus bjuggu um stund í kofanum en ekki leið á löngu þegar Sunna þurfti á fjölskyldu sinni á að halda. Kláus var meiddur og Sunna færði hann á sleða á leið til Lindarbæ. Hún stoppaði af illri nauðsyn hjá húsi böðulsins og hjálpaði hann henni með því að gefa henni sleða sem hún þáði ásamt einni nótt í húsi hans.
Hún komst loks til Lindarbæjar með slasaðan Kláus á sleða. Þengill hjálpaði honum til heilsu en Sunna stoppaði stutt og hélt á leið sinni í leit á myrkrahöfðingjanum og sænsku finnanna sem áttu að vera í skógum Noregs. Sænsku finnanir voru Samar sem voru afar göldrótt fólk og taldi Sunna hún ætti heima hjá þeim.

Á leið sinni til þeirra stoppaði hún á krá til að fá sér að borða. Og ekki nema hvað! Myrkrahöfðingjinn var á kránni! Aftur hafði hún fundið hann á krá. Nú var hann einn og fóru þau saman af kránni og ákváðu að ferðast saman. Sunna taldi víst að loksins hafði hún fundið hamingju en allt kom fyrir ekki. Þau stoppuðu í hlöðu og elskuðust heitt. En þegar Sunna og hann voru að tala saman komst allt í bál og brand! Hún hafði nefnt að hún hafði drepið en hann fullvisaði hana um að hann sjálfur hafði eytt heilu þjóðflokkunum. Þegar hann sagði þessa setningu fraus eitthvað í Sunnu. Hún trúði honum ekki en hann var fullviss. Og þegar hún spurði hann loks um nafnið hann kom allt upp! Hemningur fógetadrápari!! Sunna sá rautt – maðurinn, maurinn sem hafði drepið hennar ástsæla Ísfólk í dal Ísfólksins! Hún stakk hann með heygafli sem var með hlöðunni og tilkynnti honum að ekki hafði honum tekist að útrýma öllu Ísfólkinu! Sunna sjálf, Þengill og allir hinir höfðu sloppið! Sunna síðan horfði á hann deyja og iðraðist einksis.
Í Lindarbæ vissi engin um Sunnu – þau voru öll áhyggjufull. Sunna hafði horfið.

Veturinn eftir var bankað í Lindarbæ. Þengill svaraði og þar var ekki nema hver! Sunna var komin heim og hún var ekki ein! Hún sagði frá Hemningi og frá Sænsku finnunum sem höfðu rekið hana burt frá sér því þau vildu engan lausaleikskróga – því Sunna kom með litla dóttur sína sem hún hafði nefnt Sunnivu. Dóttir hennar og Hemnings. Hún skildi hana eftir hjá fósturforeldrum sínum því hún var elt. Menn fógetans höfðu loks fundið hana en hún hafði rétt sloppið. Hún þó svaf eina nótt hjá fjölskyldu sinni og um morguninn hafði hún ákveðið sig. Sunna kvaddi fjölskyldu sína og þau sáu mikið eftir henni. Síðan fréttu þau, þrem dögum eftir að Sunna hafði náðst og víst lappað upp í fang fógetans. Þau gerðu allt til að bjarga henni því henni var víst bálið. Dagur gerði allt sem hann gat en hann gat ekkert. Hún var dæmd til dauða – þau voru hjálparlaus. Þengill, Kláus, Ari og Meta fóru þó með til hennar pakka – köku og vín með eitri og smyrsl til að kemur henni einu ferðina til viðbótar til Blokkbergs. Sunna vildi þó ekki eitur en þau sögðu henni ekki að það væri eitur í matnum. Þau gátu ekki hugsað til að hún yrði pínd daginn eftir og vildu að hún myndi deyja sársaukalaust. Um nóttina svaf enginn á Grásteinshólma eða Lindarbæ. Undir morguninn féll tré í lindargöngunum við Lindarbæ. Sunna hafði lokið við sitt stutta líf. Ein af stórkostlegustu manneskjum Ísfólksins var dáin. Sunna kom þó aftur og aftur og hjálpaði þeim lifandi í ófá skipti þegar þau þurftu.

Sunna að mínu mati var frábær og ein af merkustu persónum Ísfólksins. Þarf þó ekki að segja meira því greinin mín sem átti að vera kannski ein og hálf WORD bls varð að fjórum!! Sleppti ýmsu en skildi ekkert eftir sem nauðsynlegt var að koma yrði fram!