Shira frá Nor Útvalin


Fædd: 1716

Dáin: 1790

Staða: Gift Mar

Barn: ekkert

Er í bókunum: 17-19

Shira fæddist árið 1716. Faðir hennar var Vendill Grip og móðir hennar var Sinisew. Þegar Shira fæddist þá dó móðir hennar. Þá tók afi hennar við henni. Nóttina sem Shira fæddist heimsóttu höfuðskepnurnar fjórar afa hennar þau haf, vindur, jörð og eldur hann og báðu hann um að ala Shiru litlu upp í hreinleika og án allrar illsku því hún var útvalinn til þess að fara til Fjalla hinna fjögurra vinda til þess að ná í tæra vatnið. Árið 1740 fór Shira til að ná í tæra vatnið þá var hún 24 ára gömul. Með henni í för til þess að ná í tæra vatnið var frændi hennar Daniel og Mar sem var illa bannfærður og Afi og fleiri úr þorpinu hans Mar. Shira þurfti að þreyta margar þrautir til að sanna að hún væri þess verðug að komast að tæra vatninu. Hún naut hjálpar frá versta óvini sínum honum Mar sem var kyndilberinn hennar og lýsti henni leiðina. Hún náði til lindana, en á leiðinni þá hlut hún ólæknandi sár á sál sína. Eftir það gætti hún vatnsins vel. Hún bað Mar áður en hún fór að ná í tæra vatnið að hann mætti drepa hana eftir að hún væri búin að ná í það. Hann kom þá eitt sinn í tjaldið til hennar til þess að tala við hana og þegar hún fór út að ná í eitthvað hellti hann smá af tæra vatninu í glasið hennar til að gera hana óskaðlega. Þegar hann ætlaði svo að drepa hana þá gat hann það ekki. Shira fór með Daniel til Svíþjóðar til að hitta Vendil pabba sinn. Hún fór líka til Noregs til að hitta norska ættingja sína. Ári síðar kom hún heim. Þar beið Mar eftir henni og sagðist hafa byggt handa henni hús á meðan hún hafði verið í burtu. Mar varð mikla ástin í lífi Shiru. En þar sem Shira gat ekki eignast börn þá tóku þau að sér munaðarlaus börn úr þorpinu. Þegar Shira og Mar dóu fóru þau bæði í hóp anda ísfólksins og háðu lokaorrustuna við Þengil hinn illa.