*Þeir sem ekki eru búnir að lesa Galdratungl ættu ekki að lesa vísurnar þar sem það gæti spillt fyrir*


Mér datt í hug að koma með allar vísurnar um Linde-Lou í eina grein þar sem þetta eru svo fallegar og sorglegar vísur og svo gaman að lesa þær, maður tárast alveg. Galdratungl er líka svo falleg bók ein af mínum uppáhalds. Hún fjallar eimitt um Cristu og hinn ógæfusama Linde-Lou og döpur örlög hans.

Vísurna um Linde-Lou

Eina sögu nú syngi sem getur,
sérhver maður sem fella kann tár,
um piltinn sem vann fyrir pétur
og púlaði öll æskunar ár.

Sífellt erfiði, strit og ofbeldi
voru aumingja piltungans raun
og frá morgni og fram að kveldi
fékk hann flengingar og skammir í laun.

Ungi Lindeló átti sér bróður
og eina systur í armæðuheim.
Engan föður samt áttu né móður,
Aleinn Lindeló sá fyrir þeim.

Í stóra skógi var bág um borgun
og brauðið úr trjáberki var.
Hann varð að róa til vinnu hvern morgun
og verja deginum þar.

En nú skal ég sýna það betur
hvernig sagan sú átti sér stað:
Sá lymski og launailli Pétur;
hann líf þeirra brytjað´ í spað.

Og Lindeló systir var fögur,
Svo fínleg og nett eins og strá,
en gæfan er meinvill og mögur
og meyjar beið skelfileg vá.

- Ég fæ þína systur að frillu,
færði Pétur í tal sitt við hann.
- Nei, ei máttu ógna svo illu,
hún er bara fimmtán, með sann.

- Og síðan ég sæki þinn bróður
og set hann í vinnu mér hjá.
- En ég eiðisvarinn er okkar móður
Að annast systkinin smá.

- Og bróðir minn er aðeins átta
og ekki til stórræða enn.
Um þetta við þurfum ei að þrátta,
þetta er bróðir og vinur í senn.

Við Lindeló svínið þá sagði:
- Þú segir að bróðir þú sért.
En móðir þín mann annan lagði,
ei meira en hálfbróðir ert.

Þá harmur greip Lindeló hjarta.
Hann huggaði systkinin smá,
og sagði, en sorgin hin svarta,
særð’ hann, þó ei mætti sjá:

- Herra Pétur svo svert okkar móður,
í svaðið hann hann nafn hennar dró.
Ég finn að ég verð alveg óður,
aðeins hefndin mun veita mér fró.

- Herran illi, minn húsbóndi Pétur,
hyggst ræna mig öllu sem á.
Ég bíð ekk’ og sé til hvað setur,
en segj’ onum hjartanu frá:

- Að aldrei færuð þið frá mér,
ég færð’ henni mömmu það heit.
Því ber er að bakinu sá hver,
sem bróður né systur ei leit.

Við deildum til jafns okkar búi
og brauð með ánægj’ og hægð,
og illa ég öðr’ en því trúi,
að oss sýni Pétur nú vægð.

En hann óð inn í þorpið sá þrjótur
þá Lindeló vann á hans bæ,
og stúlkuna svínvirti skjótur,
slíka hörku ég skilja ei fæ.

Þá bróðir litli samt reyndi
að ráðast á níðingin þann,
Svarti-Pétur þau myrti í skyndi
og síðan frá líkunum rann.

Þegar Lindeló fékk þetta líta,
hans lokkur varð hvítur sem mjöll:
- Hann saurgaði sakleysið hvíta!
Ó, senn verður ævin mín öll!

- En fyrst mun ég hefn’ ykkar, greyin,
sem grandalaus voruð sem blóm.
Megi ríkjandi himinsins regin,
rétta sál ykkar mildasta dóm.

Hann gróf þau svo dapur þann daginn
og dreifði á leiðin smáblóm.
Og svo stefnd’ann beint heim á bæinn
og bjóst til að fella sinn dóm.

En við bátin bíður hans Pétur.
Og ber hann í höfuð með staf.
Gegn græsku hann Lindeló getur
ei gætt sín og telst þar með af.

En til systkina samt tókst að skríða.
Síðan féll hann þar dauður um koll.
Og sólin sú milda og blíða
skein á þennan skelfingartoll.

Í sæluheim sálirnar flugu.
Þar svífa í friði og ró.
Nú hafiði heyrt mína sögu
um hinn hvítlokka Lindeló