Ísfólkið eru með bestu og skemmtilegustu bókum sem ég hef lesið. Maður kollfellur alveg fyrir öllum þessum yndislegu persónum sem Margit hefur skapað með frumleika. Þó finnst mér persónunnar verða svolítið líkar í lokinn á sérunni, annað hvort alveg súper góðhjartaðar eða alveg yndislega illa innrættar. En það er auðvitað eitt af því sem gerir bækurnar svo skemmtilegar.

Það er alveg rosalega gaman af því hvernig hún lýsir hlutum og segir frá, hvernig hún gerir hverja bók með sér söguþræði, en nær samt að halda manni við efnið um illan ættföðurinn Þengil hinn illa. Margit virðist sérstaklega leikin við það að enda bækurnar þannig að maður vilji alltaf meira og meira, og verður bara að drífa sig í næstu bók. En mér finnst alger synd hvað þær eru illa þýddar og alveg bullandi í stafsetningar villum eins og bækurnar eru nú góðar.

Eftir hverja bók sem ég las datt ég alveg inn í þennan dular heim sem hún hefur skapað og vildi bara helst ekki fara þaðan. Það er líka svo gaman af allri ástríðunni í bókunum, öllum þessum fornboðnu ástum sem fá hjartað til að slá hraðar.
Ég hef núna lesið bókaflokkinn tvisvar í heild sinni og sumar bækurnar oftar en 5 sinnum og gæti lesið þær oftar. Alltaf í hvert sinn sem ég les bækurnar finn ég alltaf eitthvað nýtt sem ég tók ekki eftir áður.
Ég byrjaði að lesa þær í fyrsta sinn þegar ég var 15 ára, og las þær á allar á einum mánuði, ég gat bara alls ekki lagt þær frá mér. Núna vildi ég óska þess að ég væri ekki búin með þær.

Mínar uppáhalds bækur eru meðal annars bækurnar um Cecilie og Alexander. Alveg frábær og falleg saga um hvernig þau tvö fundu ástina eftir að hafa gengið í gegnum ýmisleg furðuleg vandamál. Ég vil helst ekki skemma fyrir neinum.

Bækurnar um hinn ógæfusama bannfærða Heiki, sem átti svo hræðilega æsku hjá bannfærðum föður sínum Sölva. Það má þó þakka Sölva það að Heikir barðist gegn bannfæringunni og notaði vöggu gjöf sína til góðs í staðs ills og gerði það að verkum að betri manneskju fyrirfannst ekki. Heikir vildi aðeins falla inn í hópinn en það var erfitt með þetta afskræmda útlit. En svo fann hann ástina að lokum. Mín uppáhalds bók um hann er Vorfórn. Hún er alveg æðisleg í allastaði með þessari skemmtilegu blöndu af dulrænum hliðum.

Guðsbarn eða galdranorn er líka mjög góð. Hún er um bannfærða Ísfólks stúlku að nafni Þula sem gerir einn mesta skandal sem fyrirfinnst hjá Ísfólkinu. Ásamt því að tæla prest sem mér finnst alveg merkilega fyndið. Hún er svolítið lík Sunnu (sem er önnur persóna) góð en samt slæm. Vildi vernda sína nánustu og ef einhver gerði þeim eitthvað þá var alveg hægt að kveðja þann mann ofaní gröf sína.

Galdra Tungl er bara fallegasta og sorglegasta bókin af þeim öllum. Hún fjallar um Cristu og Linde-Lou sem finna hvort annað en geta ekki ást, vegna þess að annar var ekki alveg sá sem hann sýndist vera. Mjög skemmtilegar vísur eru í þeirri bók um hinn ógæfusama Linde-Lou og hvað hann mátti ganga í gegn um. Ég myndi koma með nokkrar en ég verð að gera það seinna því ég á ekki bókina til lengur því miður. En ég geri það fljótlega.
Það eru samt fleiri bækur sem eru mitt uppáhald en þessar standa svona uppúr hjá mér. Ég mæli einnig með Galdrameistaranum, sem er annar bókaflokkur eftir Margit Sandemo. Þar má sjá Ísfólkinu bregða fyrir stökusinnum. Svo er það Ríki Ljóssins sem er einnig skemmtilegt en því miður voru ekki allar bækurnar þýddar yfir á íslensku.
Vonandi var þetta ágætis grein og ég biðst velvirðingar á þeim stafsetningar villum sem meiða ykkur í augun.