*SPOILER* Ríki ljóssins - nr.6 Sá útvaldi - Rammur + Indra *SPOILER* Indra er dóttir Gabríels af ætt Ísfólksins. Fyrst þá virkar hún á mann sem algjört letiblóð en þegar lesið er meira vex hún á mann. Hún er uppáhaldspersónan mín í bókunum eftir Margrit Sandemo. Hún er frekar venjuleg í útliti, með axlasítt hár, skollitt í rauðari kantinum. Hún er með mjög gott skopskyn og er alltaf að slá öllu upp í grín, þá sérstaklega letinni í sjálfri sér. Hún þráir ævintýri eins og flest allar stelpur, en eftir að systir hennar, Mirandra hittir manninn sinn Gondagil úti í Myrkaríkinu verður ævintýraþráin sterkari.

Rammur er æðsti vörðurinn í Ríki ljóssins. Hann er lemúri og mjör svo kynþokkafullur. Hann er hávaxinn, með axlasítt svart hár og með svört lemúra augu eins og Dólgur. Indru fannst Rammur minna sig á tignarlegan afganskan hund í fasi.

Í fyrstu hafa þau ekki mikinn áhuga þannig á hvort öðru. Síðan fara þau saman í ferð til Nýja Atlantis (suðurhluta ríki ljóssins) að sækja hinn svokallaða “útvalda” á leiðinni heim frá fyrstu ferð þeirra þangað dettur Indra niður í gil til fólks sem hafði verið gert útlægt úr Atlantis. Hópurinn bjargar fólkinu upp og Indra fer upp síðust, þá kemur Rammur að sækja hana sjálfur og kyssir hana óvart á kinnina. Á því augnabliki fellur Indra kolflöt fyrir honum, en hann gerir sér ekki alveg grein fyrir þessu strax. Þegar Indra er að sjá um hinn “útvalda” þá kemur Rammur einu sinni í heimsókn, akkúrat þegar hún er að ávíta drenginn. Hún segir svona “casually” : Ég er viss um að ég fékk þetta verkefni af því að ég er svo orðhvöss!!.. Þá svarar Rammur: Nei, það var bara af því að þú varst sú eina sem hafðir ekkert sérstakt að gera. Með þessum orðum hrinur heimur Indru og hún hleypir inn með hendurnar fyrir augunum. Rammur kemur stutt á eftir og spyr hvað sé að, hún vill ekki segja hvað henni finnst, hún hélt að það væri bannað fyrir mannveru að vera með lemúra og var viss um að honum liði alls ekki eins og sér. Hann reynir að strjúka á henni kinnina en hún fer frá (þoldi ekki að snerti sig, hún var hrædd um að hann myndi komast að því hvernig henni liði). Hann heldur að hún sé ein af þeim sem séu á móti lemúrum, það kemur honum samt á óvart. Hann verður sár og finnur afsökun til að fara í skyndi. Eins og týpísk stelpa heldur Indra að honum líki illa við sig. Stuttu seinna hringir Rammur í hana og bíður henni í seinni ferðina til nýja Atlantis (hún átti aldrei að koma með, honum leið bara illa eftir hvernig hann skildi við hann heima). Þau tala lítið saman í þeirri ferð en hann fylgist alltaf með að allt sé í lagi með hana (svo sætt). Í ferðinni spjallar Indra við Dólg um hvort lemúrar elski öðruvísi, finni sér lífsförunaut o.s.frv. Hann spyr hana hvort hún hafi áhuga á einhverjum sértstökum og hún roðnar og segir já. Þá segir Dólgur þessi undrafögru orð: “Ég held að hann hafi líka áhuga” án þess þó að hún segi hver þetta sé.

Eftir að þau koma aftur í Ríki ljóssins talar Indra við Elenu vinkonu sína um það hvað hún sjái eftir að hafa færst undan snertingu Ramms og sært hann. Elena fer þá og talar við Ramm og segir honum að Indra hafi fælst undan snertingunni af því að hún hafi verið svo upptendruð.
Talornín (framandmaður) yfirmaður Ramms tekur eftir áhuga Ramms og bannar samband milli þeirra tveggja. Hann hefur sínar ástæður sem ég ætla ekki að skrifa um hérna.

Í endanum eiga Rammur og Indra fallegt faðmlag og Indra finnur hve svakalegt aðdráttarafl Ramms er og verður gjörsamlega ástfanginn.
Rammur gerir sér síðan ekki grein fyrir því að verkefnið sem hann þurfti að senda hana næst í, stofnaði henni í lífshættu.

Vonandi var þetta allt í lagi, fyrsta grein mín ever…langaði bara svo rosalega að tala um þessa bók, hún er mín uppáhalds. Ástarsaga Ramms og Indru snertir mig bara einhvernvegin, veit ekki alveg af hverju.
Ég veit nokkurn vegin örlög þeirra. En þekki allt um þau á þessum bókum sem gefnar hafa verið út á íslensku. Sendið mér bara skilaboð ef einhverjar spurningar eru.


Takk fyrir lesturinn.
p.s. myndin er sú besta sem ég gat reddað.
This is an incredibly romantic moment, and you're ruining it for me!