Aðeins 64 sæti verða í boði í 1v1 á Skjálfta 1 | 2002. Átta þeirra falla hlutskörpustu á síðasta Skjálftamóti í skaut, og eiga eftirfarandi frátekið sæti í 1v1 keppninni:

Flawless, Kaz, Trixter, Vibbi, Otur, Constant, AntiChrist, b3nni.

Hin 56 sætin verður keppt um í on-line úrtökumóti, sem thursinn heldur í febrúar. Keppt verður í 28 riðlum, og hljóta tveir efstu í hverjum riðli þátttökurétt í 1v1 á S1|02.

Skráning á úrtökumótið hefst kl. 18:00 fimmtudaginn 31. janúar, og lýkur á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 4. febrúar. Keppni hefst þriðjudaginn 5. febrúar, og stendur yfir nokkurn veginn út febrúarmánuð.

Tvær umferðir verða spilaðar á viku, svo menn hafa _þrjá_ daga til að spila hvern gefinn leik (laugardagur verður líkast til frídagur). Röð leikja verður fyrirfram ákveðin, og allir leikir tiltekinnar umferðar skulu spilast á uppgefnu þriggja daga tímabili. Mótið verður framkvæmt af Thursinum, með hans mótskerfi (nánar síðar).

Kort: q3tourney2, ztn3tourney1, pro-q3dm6 (verða notuð á S1|02).
Servers: Skjalfti2.simnet.is:27960-64, bætt við ef þörf krefur.
Fyrirkomulag keppni: 28 riðlar, allir spila við alla, 2 efstu úr hverjum öðlast þátttökurétt.
Fyrirkomulag leikja: hvor hafnar einu korti, það þriðja skal spilað. Leikir verða fimmtán mínútur leikir, og g_forcerespawn 5 sek.

Nánari upplýsingar væntanlegar,
Smegma