Sv_fps breytist í fyrramálið í 30 á öllum Skjálftaþjónum og verður það að öllum líkindum framvegis. Nú þegar nánast engir modemspilarar finnast lengur ætti þetta að gera leikinn smoothari fyrir stóran meirihluta spilara (sjáið sérstaklega hreyfingar og t.d. lightning gun).

<b>Sérlega áríðandi er þó að leikmenn hafi ekki lægra snaps en 30!</b> Í config er unnt að tryggja það með t.d:

set snaps 30

Eða í console:
/snaps 30

Snaps má þó vitaskuld vera hærra, t.d. 60.

Sv_fps 30 er löngu orðið standard í langstærstum hluta hins Quake spilandi heims; er notað á t.d. CPL mótum, WCG, QuakeCon, Lan Arena/eswc og á langflestum erlendum þjónum. Ég vona að breytingin mælist vel fyrir, og þrófið ykkur endilega áfram með netstillingar ef ykkur finnst þetta eitthvað óþægilegt. Og afskrifið ekki fyrr en þið hafið prófað þetta á lani! Gerið ráð fyrir sv_fps 30 á Skjálfta 2 | 2003, og eftirleiðis. :)

Kveðja,
Smegma