MurK'ynGz, MurK'Butch eða jafnvel MurK'ynGvi. Það skiptir ekki undir hvaða gælunafni eða klantaggi hann spilar hann vinnur alltaf TDM á Skjálfta, og flesta CTF líka. Hann hefur unnið einvígi á Skjálfta 2x og er þar að auki “Íslandsmeistarinn” frá því þegar Íslandsmótið í Q3 1on1 var haldið. En nóg með það, áfram með smjörið.

Hvað heitirðu fullu nafni?

–Yngvi Freyr Einarsson

Hvaðan kom gælunafnið?

–Nú nýlega hef ég verið að spila sem ynGz / ynGvi og held ég að það segi sig nú tiltörulega sjálft :)
Þar áður hef ég meira verið þekktur sem Butch og það kemur úr Evil Dead myndunum og költ stjörnunni Bruce Campell..mér fannst hann hefði frekar átt að heita Butch þar sem hann er vissulega karlmennskan uppmáluð.

Hvaða græjur notarðu?(Mús og músamottu)

–Eins og er nota ég Dual Optical og eldgamla Allsop taumottu

Hvað ferðu marga hringi(360°) yfir löngu hlið mottunnar?(taumottur eru flestar um það bil jafn langar)

–1 og 1/2

Núna kemur ospdm8 á Skjálfta, hvað finnst þér um það kort?

–Fínt kort, þó svo ég hefði frekar viljað sjá önnur kort inn frekar eins og t.d. pro-t4 :)

Hvaða Íslendingur heldurðu að eigi eftir að standa mest í Rebba á Skjálfta 2?(fyrir utan þig)

–Ég held hann valti yfir þá alla barasta ;)

Hvað er uppáhalds “game modeið” þitt?(CTF, TDM eða 1on1) Af hverju?

–TDM. Spennan, strattið og spila með góðum félögum :P

Hvað er uppáhalds kortið þitt í 1on1? Af hverju?

–Æ, veit ekki… pro-t4 bara :)

Hvaða kort af þeim 4 sem eru til boða á Skjálfta 2 fílarðu minnst?(dm6, o-dm8, ztn3 & jdm8a) Af hverju?

–Ég veit það ekki almennilega, fer eftir bara í hvernig skapi ég er í :)
Stundum nennir maður ekki að bakka og þá hatar maður ztn, stundum er maður í chilluðum gír og þá er jdm8 ekki að meika sig

Til hvaða einvígis spilara líturðu mest upp til?(fatal1ty, Trixter, uNkind, etc.) Af hverju?

–Fatality er aumingi, höfum það á hreinu :) Fox er annars stálið

Hver heldurðu að eigi eftir að vinna ESWC?
(http://www.esreality.com/?a=post&id=398685)

–fox!

Hver er uppáhalds byssan þín í Q3? Af hverju?

–Teinabyssan.

Á hvaða byssur notarðu drawgun?(1 eða 2)

–Öh…hmm, var að taka einhvern cfg frá bjarka rétt áðan…bara man það ekki ;) Ég geri yfirleitt bara eins og mér er sagt að gera og owna þannig :>

Einhver lokaorð?

–Gabblerz is teh ownagi

Almennilegt.
Ravenkettle