f(paradox) er margslunginn spilari sem kom upphaflega frá AQ eins og svo margir aðrir topp Q3 spilarar og hefur verið að berjast um efstu sæti Skjálfta í dágóðan tíma. Hann hefur þó ekki unnið einvígi á Skjálfta en CTF a.m.k 1x en það gerði hann með liðsfélögum sínum í fallen.
Fyrri gælunöfn hans eru Reaper og blaze.

Hvað heitirðu fullu nafni?

–Pálmi Rögnvaldsson

Hvaðan kom gælunafnið?

–Keypti mér geisladisk með breskum tónlistarmanni sem heiti Paradox. Fílaði diskinn og nafnið.

Hvaða græjur notarðu?(Mús og músamottu)

–logitech pilot mýslu og ullarmottu á 199 í tölvulistanum. Strat.

Hvað ferðu marga hringi(360°) yfir löngu hlið mottunnar?(taumottur eru flestar um það bil jafn langar)

–1 og 3/4.

Núna kemur ospdm8 á Skjálfta, hvað finnst þér um það kort?

–Gott kort. Strat map sem býður uppá hraða og bakk.

Hvaða Íslendingur heldurðu að eigi eftir að standa mest í Rebba á Skjálfta 2?(fyrir utan þig)

–Hehe , ég treysti á Glitch, benna , Con og chocko.

Hvað er uppáhalds “game modeið” þitt?(CTF, TDM eða 1on1) Af hverju?

–tdm , hraði spenna og action baby.

Hvað er uppáhalds kortið þitt í 1on1? Af hverju?

–Á ekkert uppáhaldsborð í augnablikinu .. ætli það sé ekki bara ospdm8 :)

Hvaða kort af þeim 4 sem eru til boða á Skjálfta 2 fílarðu minnst?(dm6, o-dm8, ztn3 & jdm8a) Af hverju?

–ztn3 , of bakkvænt kort .. þolinmæðiiiiiikaz.

Til hvaða einvígis spilara líturðu mest upp til?(fatal1ty, Trixter, uNkind, etc.) Af hverju?

–Ætli ég verði ekki að segja Cooller, drengurinn er vélmenni.
Agi , sjálfsstjórn, tímasetning og hæfni til bardaga eignunar. Allt sem til þarf.
Skemmtilegast að spekka -> *69|Daler.

Hver heldurðu að eigi eftir að vinna ESWC? (http://www.esreality.com/?a=post&id=398685)

–Gríðar sterkur listi af leikmönnum, ómögulegt að segja en ég giska á Cooller í úrslit.
Á móti hverjum veit ég ekki. fox vonandi.

Hver er uppáhalds byssan þín í Q3? Af hverju?

–Lightninggun, ótrúlega gaman að læsa henni á óvini.

Á hvaða byssur notarðu drawgun?(1 eða 2)

–Lightninggun.

Einhver lokaorð?

–Configinn minn er súr sem síld. Mæli ekki með notkun nema þú hafir linux os Rh9 og 1.32b pr fyrir q3. Innbyggt linux accel gerir þennann config handónýtann á windows vélum.
Langar þig að verða betri í q3 .. æfðu þig. Ekkert nema æfing kallinn. Gl allir og takk fyrir mig.

Með lokaorðum sínum vísar Pálmi í config pakkann sem kemur eftir að ég tek viðtöl við alla 6 spilarana sem ég stefni á að taka viðtöl við, hann mun jú innihalda configa allra spilaranna.
Ravenkettle