Jæja, til að byggja upp smá stemmningu fyrir Skjálfta 2 ætla ég að taka viðtöl við nokkra af bestu einvígisspilurum Íslands í þessari viku. Fyrstur í röðinni er MurK'Glitch!
Glitch er margfaldur Skjálftameistari í TDM og CTF en hefur aldrei náð að sigra 1on1. Seinast lenti hann í 2. sæti eftir að hafa sigrað benna í tourney2.

Hvað heitirðu fullu nafni?

–Bjarki Fannar Atlason

Hvaðan kom gælunafnið?(Glitch)

–Uhhhh töff

Hvaða græjur notarðu?(Mús og músamottu)

–Logitech mx300 og svarta icemat

Hvað ferðu marga hringi(360°) yfir löngu hlið mottunnar?

–ég flakka frá því að fara 1 1/4 uppí 2. núna er ég með 1 3/4

Núna kemur ospdm8 á Skjálfta, hvað finnst þér um það kort?

–ekki búin að koma mér upp skoðun…ekki spilað það nóg. virðist ágætis kort

Hvaða Íslendingur heldurðu að eigi eftir að standa mest í Rebba á Skjálfta 2?(fyrir utan þig)

–Con. annars held ég að það eigi engin séns í kallinn.

Hvað er uppáhalds “game modeið” þitt?(CTF, TDM eða 1on1) Af hverju?

–TDM auðvitað. Spila bara ctf á skjalfta og urta einstaka 1v1. bara leiðinlegt að spila 1v1, fýla ekki spilastíl íslendinga.alltof mikið hurðacamp og kyrrstöðureil.

Hvað er uppáhalds kortið þitt í 1on1? Af hverju?

–Pro-q3dm6 jafnasta kortið

Hvaða kort af þeim 4 sem eru til boða á Skjálfta 2 fílarðu minnst?(dm6, o-dm8, ztn3 & jdm8a) Af hverju?

–ztn3 er drasl kort. Spilast leiðinlega. Mikið Bakk og mikið camp.

Til hvaða einvígis spilara líturðu mest upp til?(fatal1ty, Trixter, uNkind, etc.) Af hverju?

–Ætli það sé ekki bara my baby Yngz/butch æfir sig aldrei í 1v1 en hittir alltaf eins og bölvaður mongo. Kom t.d frá Spáni eftir 3 vikna pásu og vann Con í úrslitum skjalfta fyrir ekki svo löngu. 3-4 skjalftar síðan.

Hver heldurðu að eigi eftir að vinna ESWC?
(http://www.esreality.com/?a=post&id=398685)

–Fox er minn uppáhalds spilari og vonandi gerir hann góða hluti. Hann vinnur ef hann æfir sig. annars held ég að uNkind taki þetta.

Hver er uppáhalds byssan þín í Q3? -Af hverju?

–Rocket Launcher. Loftraketturnar baby loftrakettur.

Á hvaða byssur notarðu drawgun?(1 eða 2)
–nota drawgun á LG og RL.

Takk fyrir það Bjarki.
Ravenkettle