Jæja, þá er skjálfta 2 árið 2002 lokið með ágætum af minni hálfu (og míns liðs að sjálfsögðu).

Það sem hefur vantað á síðustu skjálfta hefur nú verið lagað, svo sem rafmagnsvandamál og msn messenger service “galla” og má því segja að þessi skjálfti hafi verið p1mpum sem og spilurum til sóma. Ég vil byrja á því að þakka mAIm sérstaklega fyrir drengilega framkomu, en þeir tóku mann út eftir að einn okkar datt út. Einnig skar þessi skjálfti úr að því leyti að langflestir leikirnir voru skemmtilegir og vel spilaðir af öllum liðum, og voru lið sem maður bjóst ekki við miklu af að spila skemmtilegan og góðan leik (má þar t.d. nefna ToD og QWA).

Ég myndi segja að óvæntustu úrslit skjálfta hafi verið að QWA komust loksins í double elim. og unnu þar MaxTac. Einnig munu margir eflaust telja DON hafa komið á óvart, en við náðum 2. sætinu, og utan BBQ (suprise? :D) töpuðum við aðeins gegn MaxTac, og í þeim leik “datt” ég út í 4 round og töpuðum með 1 roundi.

Að lokum vil ég bara segja gg allir sem komu að þessum skjálfta og miklar þakkir fara til mAIm QNI MaxTac AniMe og MBI fyrir stórskemmtilega leiki.

[DON]TazZman