Ég var að fá mér GeForce Annihilator Pro og það virkar vel nema stundum þá kemur smá flökt á skjáinn. Þetta gerist sérstaklega í Diablo2 og Q3. Í Q3 sést þetta strax í console ef ég opna hann þegar leikurinn er búinn að ræsa sig. Það er ekkert flökt á valtökkunum eða neitt en þegar ég poppa console niður þá byrja þessar truflanir. <br>Og þetta byrjar í Diablo 2 um leið og ég er búinn að klikka framhjá logo movies.<br>Það s.s. koma randir á skjáinn og smá flökt, hluti af grafík á einum stað á skjánum sést blikka annarsstaðar á skjánum líka.<br>Ég er ekki með yfirklukkaðan CPU og ekki búinn að gera neitt funky við kortið heldur. Ég er með DirecX 7a og búinn að prófa nýjustu drivera frá Creative og Nvidia. Búinn að upgreida GLSetup líka.<br><br>Í Diablo 2 eru tveir möguleikar á grafík þegar ég keyri test, DirectDraw og Direct3D. Flöktið kemur bara þegar ég vel Direct3D.<br><br>Allavega, þetta er vandamálið. Allar tillögur eru vel þegnar…<br><br>Kwai
Kwai