Er ykkur alveg skítsama um þetta PL (eða lagg, hvað sem þið viljið kalla þetta) sem er á Skjálfta serverum núna?

Ég var að enda við að spila leik í AQ Laddernum og ég hef sjaldan séð annað eins packetloss.

Mér langar helst til að senda Neytendasamtökin í þetta en það verður að kvarta fyrst og ef ekkert er gert að þá getur
maður kvartað. Vandamálið er að ég hef ekki hugmynd um hvernig þessi ‘þjónusta’ er skilgreind til að geta lesið mig
til á síðu Neytendasamtakana og athugað hvort ég sé ekki að fá þá þjónustu sem ég tel mig eiga að fá.

Væri ekki bara tilvalið að reyna koma af stað einhverri undirskriftarsöfnun til að sýna Landssímanum að þeir eru
alls ekki að standa sig?
Ég er nú byrjaður að ímynda mér hvernig Landssíminn myndi bregðast við ef þeir skyldu nú einhvertíman fá þennann
undirskriftarlista í hendunar. Ég er ekki frá því að þeir myndu hlægja upp í opið geðið á okkur tölvuleikjavesalingunum.