Jæja, þessi skratti var til svolítilla leiðinda á S4 | 2001. Misnotkun á fyrirbærinu náði m.a. að skemma undanúrslitaleik í loser's bracket í AQTP, svo ég ráðlegg öllum Win2k/XP notendum að slökkva á þjónustunni. Í Win2k er það gert á eftirfarandi hátt:

Hægrismella á my computer, velja “manage”. Expanda “Services and Applications” (plúsinn) og velja “Services” þar undir. Finna “Messenger”, tvísmella á hann, breyta startup type í manual eða disabled.

Til að prófa hvort þjónustan sé virk er ágætt að fara í start - run, og skrifa þar: net “send localhost boo!”. Ef enginn skilaboðagluggi opnast innan 1-2 mínútna er þjónustan ekki virk.

<a href="http://static.hugi.is/smegma/wpopup02.gif“>Þarna</a> er sökudólgurinn svo í Win98, <a href=”http://static.hugi.is/smegma/wpopup01.gif">hér</a> í Win95.

Sérstaklega áríðandi er fyrir þá sem ekki eru með skjákort/þrívíddarhraðla sem styðja OpenGL að slökkva á þessum þjónustum, því oftar en ekki frýs þá vélin ef einhver leiðindagluggi tekur fókus af leikjum sem verið er að spila.

Kv,
Smegma