Var að spila AQ í gærkveldi og rétt þegar eitt map var að klárast þá owerflowaði ég (ekki mikið mál, kemur oft fyrir), ég reconnectaði nánast samstundis og ég datt út og kom inn þegar það var að skipta um kort. Þegar komið var inn í nýja kortið (murder) þá valdi ég mér lið og vopn. Þar sem að ég ýtti bara á i til að velja lið og gáði ekki í hvaða liði ég lenti þá ákvað ég að skoða það áður en roundið byrjaði. Ég skoðaði liðinn en gat hvergi séð nafn mitt (frekar stórt og erfitt að yfirsjást). Ég sá að ég var greinilega í einhverju liði og þegar roundið byrjaði þá var ég í rauðaliðinu. Enn það furðulegasta var það að nafn mitt var núna Just Flamer(PL)!!!!!!! Hvernig í ósköpunum gatt maður komið inn á nafni annars spilara sem maður þekkir ekki einu sinni? Hann hafði verið að spila á servernum þegar ég owerflowaði og kannski hætti hann einmitt þegar ég kom inn.

Annað furðulegt við þetta var það að ég gatt ekki breytt nafni mínu aftur í Wyrminarrd heldur þurfti ég að breyta því fyrst í Wyrm.

Hefur svonalagað komið fyrir aðra hér?