Sælir félagar.

Ég hef verið að spá í einu, ég er með 1.5ADSL frá Símanum Interneti og spila oftast á skjalfti4.simnet.is

Ég hef verið að lenda í laggi þegar ég er að spila AQ og leit því hingað til ráða. Mér er spurn hvort að þið eruð að lenda í slíku hinu sama eða hvort þetta vandamál sé bundið við vélina mína og tengingu eingöngu?

Annað sem ég er að pæla í. Ég er með cl_maxfps 102, getur það skapað óþægindi ef að mikið lagg er í gangi, það er stundum eins og ég fari í slo-mo. Ekki hikkst eða neitt heldur bara slow motion. Mjög einkennilegt.

Getur refresh rate á skjákortinu eitthvað með þetta gert? Er að spila í 800x600 með 60hz vegna þess að ég nota TV-Out, veit að það er betra ef maður hækkar það. En skiptir þetta einhverju máli?<br><br>——
ScOpE
——
“The One And Only”