Þá er JB kominn aftur frá Möltu sem þýðir bara eitt fyrir ykkur alla ;) Friðurinn er úti :)

AQ2-TNG Action Quake2 serverinn er að komast á koppinn. Svo gott sem allir fídusar eru komnir í hann. (samt eru (líklega) enn böggar).

Ég er búinn að gera S5 eins og hann leggur sig (27910 - 27914) að TNG testserver.

portin eru svona:

27910 = Standard server (svona eins og s4:10 (slökkt á flestum TNG nýjungunum))
27911 = AQFFA
27912 = Clanmatchserverinn (limchasecam lagg á að vera fixed)
27913 = AQCTF (Nýr kóði. Flottari en sá fyrsti)
27914 = Matchmode portið. (Hermt eftir OGL)

Um matchmode. Það þarf einn úr hverju liði að gefa skipunina “captain” í console til að verða liðsstjóri þess liðs. Aðrir leikmenn joina bara. Þegar liðin eru tilbúin gera liðsstjórar skipunina “ready” í console og þegar bæði liðin eru ready byrjar leikurinn. Varamenn sem eru ekki að spila eiga að gera “sub” í consól og þá nær limchasecam yfir þá líka svo ekki sé spekksvindlað. Ef annað hvort liðið er ekki ready lengur má liðsstjóri þess gera “ready” aftur og þá er það lið ekki ready og eftir roundið stoppar leikurinn uns liðstjórinn gerir “ready” aftur. Áður en leikurinn hefst geta liðin skipt um nöfn á liðunum (club orange my ass) ;) og breytt öðrum stillingum.

Við erum einnig að vinna í “settings” skipun fyrir Matchmode en hún er ekki enn komin.

Um CTF. Best er að kveikja á downloadi og tengjast S5 CTF amk einusinni til að fá réttu CTF flöggin, soundin og fl. sem tilheyrir.

Prófiði þetta fyrir mig og endilega látiði mig vita ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.