Jæja, ég fór á sona skjálfta mót einu sinni, ekki til að taka þátt þó. Bara til að hitta vin minn.
Þarna inni sá ég eitt allra mesta samansafn af nördum í heiminum.
Allt í lagi með nörda svosem, þeir eru nokkuð sáttir við sitt líf. En allir þeir nördar ( og ég vona að ég sé ekki að eitthvað gera lítið úr fólki sem tekur ekki virkan þátt í djamm hluta félagslífsins) sem ég hef hitt og hafa orðið “eðlilegt, djammarar etc” eru miklu ánægðari fyrir vikið og gætu ekki hugsað sér að fara aftur út í gamla lífstílinn. En þetta fólk hættir þó ekkert í tölvuleikjum eða roleplay. Ég er ekki að segja það,sko. En það eyðir meiri tíma í að lifa lífinu soldið.
Ég sjálfur var einu sinni feitasti nörd, er það soldið inní mér ennþá ( hef áhuga á “nörda” hlutum ).
En mér var bara að detta það í hug hvort það væri ekki soldil stemning fyrir einu skjálfta móti þar sem fólk er að poppa nokkra kalda öl og soldil stuð tónlist í gangi. Aldurstakmark kannski 20 og hægt að kaupa ódýran bjór, fínn hlutur til að gera sona áður en maður fer á djammið og eftir að djammararnir eru orðnir soldið kenndir þá fara þeir að lokka nördana að drekka og á endanum fara allir á djammið. Góð leið til að aðeins af-nörda nördana, þó það væri ekki nema eitt kvöld.
ps. aldrei að vita nema þetta gæti virkað, gott að koma einhverjum af þessum allra mestu innipúkum út á lífið.