Það verður að fara að gera eitthvað í þessu sambandi við hvað gerist eftir að leikur endar í Jafntefli. Á nýliðnum skjálfta kom upp leiðindar atvik, líkt og skjálftanum þar á undan, að það klikkaði þetta eina Round sem átti að spila eftir að leikur fari Jafntefli.

Þegar það er Jafntefli, á að enduræsa Map og síðan spilað eitt round til að fá út sigurvegara, þ.e.a.s. Sudden Death.

Mér finnst þetta fáránleg regla að því leitinu til að spawn geta haft endanleg áhrif á stöðuna og hvað það getur verið stressandi að hafa bara eitt round til að sanna að þú sért betri. Það getur nebblega margt farið úrskeiðis, bara eitt lítið plumm getur leitt til þess að liðið tapar, bara eitt lítiill miskilningur getur leit til leiðinda, líkt og gerðist á tveimur seinustu skjálftum.

Það sem ég er að segja er að það er sniðugt að fjölga, úr þessu eina roundi upp í t.d. Best of 7. Þá er bara mapið ræst aftur og liðin spila þangað til að annað nær 4 roundum unnum. Einhver sagði, þegar að ég stakk upp á þessu, að það tæki of langan tíma að spila út öll jafnteflin, enn hverju skiptir það? Það er alltaf að koma stjórnednunum í koll að hafa bara ekki skýrar reglur um þetta og láta Leikmenn vita fyrir hvernig þetta á að fara fram. Þetta er miklu skilvirkara og gæti skilað “Réttari” úrslitum enn oft hafa komið í ljós, frá þessu eina roundi.

Allavega þetta er mín skoðun og ég er viss um að einhver er sammála mér, það á að breyta þessu!

M4d ind33d