Sælir urtarar.

Ég hef undanfarið verið að spila quake á skjálftaþjónum eins og margir aðrir hérna. Allt gott og blessað með það. Fer t.d. í Clan Arena(skjalfti8.simnet.is:27962) og eftir MAX 20 mín þá er quake frosinn. Ekki það að hann sé að frysta tölvuna mína, nei.

Ég get alveg ýtt á console og talað og sagt t.d. “Ekki skjóta mig, aby thinn!” en það breytir eingu, vegna þess að ég er frosinn og get ekki hreyft kallinn sem ég leik. Ég hef heyrt að þegar ég frís að þá hlaupi kallinn ætíð á sama staðnum. Það get ég auðvitað ekki séð nema frá annari tölvu og kallinn frís hvar sem er jafnvel í loftinu og ekki nóg með það heldur brýtur hann á sér hálsinn í leiðinni(eins og myndin hérna ofar sýnir). BTW ég get ekki hreyft mig, hvorki með músinni né lyklaborðinu og já ég get lagað þetta með því að gera “/team s” eða “/reconnect”. En…..
En hérna kemru svo aðal böggið. Ég get varla spilað leikinn útaf þessu:
hefur einhver annar lennt í þessu?
Er þetta bara ég?
eða er Tölvan mín ónýt?


Til framtíðar þá mun þetta ekki koma til með að ganga upp, ég er búinn að reyna annan cfg, færa _allan_ quake frá vini mínum yfir á mína tölvu en ekkert gengur…

jæja ætla slútta þessu hér með, reyna spila eikkhvað.

ps. er að bíða eftir slotti í ca til að geta tekið eina góða mynd af þessu…jæja ég nennti ekki að bíða, fór bara á 1on1 server og þurfti því miður ekki að bíða lengi eftir þessu…

Takk Fyrir, Cubic.
PK!