jæja nú þegar flestir eru búnir í prófum er tilvalið að fara að æfa sig fyrir komandi skjálfta sem styttist óðum í. Við Akureyringar erum þar engin undantekning og ætlum að halda stíf æfingarmót fyrir norðlenska cs og aq spilara. næstkomandi helgi 30-01 verður fyrra mótið haldið og verður áhersla lögð á cs-liða og public-portkonukeppni. Einnig verður haldin glæsileg AQ-2on2 keppni þar sem platónískar vináttur eflast svo um munar. Haldin verða einnig mörg skemmtileg smá-keppnir í hinum ýmsu leikjum og verður skemmtanagildið í hámarki í þeim keppnum.

Eins og hefð er þá verða vegleg verðlaun fyrir aðalkeppnisgreinarnar auk þess verða helling af smágjöfum fyrir smá-keppnirnar.

gos veður selt á staðnum og kannski smá sykurstikki, Spretturinn býður upp á gjöfugt tilboð á sendum pizzum á eldingshraða.

Þá kemur að kostnaðinum, við höfum ákveðið að hafa aðgangseyrir 1.500 kr. fyrir helgina en bjóðum þeim hörðustu að dvelja báðar helgar og dagana á milli á aðeins 2.000 kr. Betra getur það varla verið.

Síðast en ekki síst vil ég hvetja alla áhugasama um að mæta og einnig bjóðum við velkomna ircara,surfara og non gamers í að koma og skoða aðstöðuna hjá okkur.

Fyrir hönd GGRN Lair of Luzt og 3d-sport.<br><br>[GGRN]JeriLynnRyan*