Sælir Hugar,

Nú held ég að málið sé að fjölmenna í Q3 FFA keppnina á Smells helgina 11-13 apríl. Verðlaunin eru eitthvað vert spilandi fyrir finnst mér allavega, en þau eru Xbox með 2. leikjum og minni.
Það verður líka keppni í CTF (5v5) í fyrsta skipti á Smell og verða verðlaunin ekki af verri endanum eða 20.000 kr inneign í Expert. Allt þetta info sá ég hér :
http://www.batman.is/ut/14331 dæmið sjálf.
Ég hef mætt þó nokkru sinnum á Smell og í öll skiptin hefur b3nni (sem þið skjálfta menn ættuð að kannast við) unnið Q3 FFA keppnina. Maðurinn er óstöðvandi. Eigi er ég nógu PRO í Quake en ég skora á ykkur meistarana að mæta og koma að nýjum sigurvegara og velta b3nna úr sessi. Ég er búinn að kaupa miða í forsölu á Smell en það er búist við að það verði uppsellt í forsölu. Forsalan er þangað til á Sunnudaginn frá 14-20. Annars getið þið nálgast allt info á www.smellur.net.

Sjáumst hressir í Q3 FFA keppninni.

kv, GrapeJuiCe