Ég hafði eitthvað heyrt um að AQTP og DMTP ættu að vera á sama tíma svo ég ákvað að spyrja Smegma út í þetta. Viti menn, það kemur í ljós að það á að breyta fyrirkomulaginu sem hefur verið notað síðan ég byrjaði minni þáttöku á skjálfta og gera það þannig að AQTP og DMTP skarist á.

Þetta finnst mér rosalega slæmt þar sem ég er búinn að vera spila seinustu 2 mánuði AQ og DM í þeirri trú að ég geti spilað í báðum greinum. Ég er ekki sáttur að það skuli ekki vera nefnt neitt um þessar breytingar, því að ef að þetta stendur óbreytt (DM og AQ á sama tíma) þá stend ég fyrir því að, og ég pottþétt ekki einn um það, þurfa að segja félögum mínum sem ég er búinn að vera æfa með seinustu mánuðina að ég geti ekki spilað með þeim.

Þó svo að það sé gaman að spila Quake, þá er þetta líka tímaeyðsla og ég er ekki sáttur með hvernig það á að breyta þessu ánþess að fá eitthvað feedback af ráði um málið.

Endilega látið í ykkur heyra sem þetta snertir og ef að þið eruð sammála því að þetta eigi ekki að vera breytt(sama hver er), að AQ og DMTP eiga EKKI að skarast, posta hérna látið ykkar skoðun í ljós.

Core