Ég er forvitinn, ég sá að það er búið að leka útá netið E3 beta útgáfu af Doom3 með nokkrum borðum. Það var gert fyrir helgina og er Carmack búinn að tala um þetta á www.slashdot.org Hann er ekki beint sáttur við þetta, enda hefur eitthvað fyrirtækið lekið þessu. Þetta er um það bil 370mb skrá, sem þú getur fundið flest allstaðar undir nafninu doom3.e3-demo.ShareReactor.rar Ég skal alveg viðurkenna að forvitninn bar mig ofulið og ég sótti þetta. Keyrir eins og vibbi á P4 1.8ghz 512ddr, gf4Ti4400. Aldrei yfir 30fps enda er ekki hægt að breyta neinu stillingum. Svo ég spyr ykkur hver er búinn að skoða þetta og hverning líst ykkur á það sem koma skal? Samt á maður ekki að dæma þetta á neinn hátt, bara að taka þetta sem ókláruðu dæmi. Svo látið heyra í ykkur.
Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3