Tvö íslensk Q3A 1on1 kort hafa litið dagsins ljós síðustu vikur, og vildi ég benda ykkur á að sækja þau og prófa. Unnt er að vota bæði á öllum Simnet 1v1 servers.

Hið fyrra er eftir Rushfur, <a href="http://static.hugi.is/games/quake3/maps/1on1/rush3t2.zip“>rush3t2</a>. Mappið er fremur í minna lagi, með einfalt layout, engu MH, tveimur YA og nokkrum shards; formúla sem ég kann einkar vel við, og virkaði aldeilis vel á t.d. q3jdm8a.

Síðara kortið er <a href=”http://static.hugi.is/games/quake3/maps/1on1/q3wz2.pk3">q3wz2</a>, smíðað af Wortex. Mappið er fremur þröngt, með ógöbblunarvænum<tm> jumppads (oftar en ekki tunnelaðir), og svipuðum resource pælingum og rush3t2.

Eins og fyrr segir er unnt að spila bæði kortin á öllum Simnet 1v1 servers (/callvote map rush3t2 & /callvote map q3wz2), og er það von mín að menn sæki þau og leiki sér að.

Rush3t2 er zip skrá, og unzippast í baseq3 möppuna. Q3wz2 er .pk3, og fer beint í baseq3.

Bæði kortin koma til greina sem keppniskort á Skjálfta 4 | 2002, en fer valið að nokkru eftir feedbacki frá spilurum. Mappaval verður tilkynnt næstkomandi sunnudag.