Kominn er upp CPMA Freezetag þjónn á skjalfti2.simnet.is:27965. Einungis þarf að sækja <a href="http://static.hugi.is/games/quake3/mods/cpma/cpma99x7-full.zip“>CPMA 0.99x7</a>, og unzippa í Quake III Arena möppuna.

FreezeTag virkar þannig að leikmenn frjósa í stað þess að deyja. Liðsfélagar geta svo affryst þá óheppnu með að standa við hlið þeirra í svo sem þrjár sek. Lið tapar lotu séu allir liðsmenn frosnir á sama tíma.

Ef þjónninn skiptir í promode eftir kortabreytingar, er unnt að gera /callvote promode 0. Taki þetta mod eitthvað við sér, skrifa ég sk. ”custom" config fyrir þjóninn.

Munið svo að þetta snýst ekki bara um fröggin! Það skiptir miklu máli að koma frosnum félögum til aðstoðar! :)