Jæja quake heimurinn er ekki alveg dauður ennþá. Ég tók mig til eftir skjalfta 3|2002 og ákvað að gera myndband úr nokkrum völdum demos sem ég tók upp. Ég horfði nú bara á nokkur (vegna leti) og ákvað að skella því saman í eitt video. Video-ið er 5:07 langt og 172mb (divx). Ég gerði þetta myndband bara svona aðeins til að halda quake heiminum lifandi ennþá og væri gaman að sjá fleiri svona myndbönd á næstunni frá fleiri q3 spilurum. Þið þurfið <a href="http://static.hugi.is/essentials/codecs/video/di vx/DivXPro502GAINBundle.exe“> Divx </a> til að horfa á þetta. Ég hef fengið orðróm um það frá félögum mínum í w/o sem eru búnir að fara á forsýninguna að þetta hökkti í win2000k og jafnvel spilist ekki. Eina ráðið sem ég get gefið fólki er að 1. Uppfæra í winxp :) eða 2. Nota ”DivX Player 2.0 Alpha.exe“ sem fylgir með divx uppsetningunni.

En svona til að gera langa sögu stutta þá getiði nálgast mynbandið <a href=”http://static.hugi.is/games/quake3/movies/marri. avi"> á þessum fallega link hérna </a> og vona ég að þið njótið góðs af. Ég vill þakka honum booger fallega einnig fyrir að láta mig fá 1 demo frá sér til notkunar í þessu fallega myndbandi. Ég ætlaði einnig að betrumbæta myndbandið en bara nennti því ekki og því missiði af miklu þar.

ps. ég veit að þetta myndband kemur langt á eftir skjalfta 3|2002 og er mér alveg sama. Ég eyddi heilum 6 dögum í gerðina á þessu og var ekkert að stressa mig á því að setja þetta á netið. Já og það er ómögulegt að ná í smegma á ircinu til að setja þetta inn (reyndi í viku) og setti því JReykdal þetta inn fyrir mig.


w/o marri