Þar sem að mér leiðist all hroðalega hérna í vinnunni, og ég hef ekki náð að troða minni skoðun nógu mikið fram nýlega, þá ætla ég að gera það hér og nú, og þá sérstaklega skoðunum mínum á því hverjir fari með sigur af hólmi á næstkomandi Skjálfta.

Það hafa orðið óvenju miklar breytingar frá síðasta Skjálfta, sumar óvæntar og aðrar ekki. Flestir vissu að eitt sigursælasta lið frá upphafi, MurK'gabblerz, myndu missa einn spilara, hann zero, en ekki voru allir vissir á því hver myndi fylla hans skarð. Núna er orðið alveg ljóst að það verður KaZoom sem gerir það, og held ég að liðið verði ekki lengi að koma honum inní þróað stratt sitt, þó svo að þeir verði ekki jafn pottþéttir og vanalega. Hinsvegar herma nýjustu fregnir að Glitch muni ekki mæta á Skjálfta, og verður það ansi mikil blóðtaka fyrir þá ef að svo er, en ekkert er staðfest í þeim efnum.

Þessar breytingar hjá MurK gefa öðrum liðum smá boost, þar sem að núna er líklega mesti séns fyrir önnur lið að velta þeim af stalli sem besta tp lið landsins.

Fleiri hreyfingar hafa verið í gangi, PhD sem var með sterkt lið á síðasta Skjálfta nær líklega ekki í lið á þessum þar sem að sqare og Con hafa farið til Ice, og b3nni sem að spilaði með þeim síðast spilar með öðru liði.

Ice hafa sýnt það og sannað að það skiptir engu máli hve marga menn þeir missa, þeir koma alltaf sterkir inn, og með Constant og sqare innanborðs eiga þeir öruggt sæti í top4, og gætu hæglega blandað sér í úrslitaleikinn. Lið sem státar af bloodline, Constant, sqare og svo gamla refinum ása ætti að öllum líkindum að ná langt, þó svo að þáttaka sqare er ekki örugg, víst fótbolta ferð á sama tíma og hver neitar tækifæri á að fara í sturtu með litlum drengjum?(errrr)

Öllum að óvörum höfum við fallen negrar komið aftur saman, eftir að Maxium snéri frá samkynhneigðum vistarverum ThC og aftur til okkar. Við munum mæta með eitt dmtp lið(b3nni, Maxium, Fireal, Lumber) og eitt ctf lið(b3nni, Maxium, Lumber, Slay og leynivopn).

Hvernig við stöndum okkur í bæði dmtp og ctf, fer eftir því hversu mikið við náum að æfa, en einsog er erum við flestir úr æfingu, og lítil sem engin reynsla komin á liðin.

Lítið hefur heyrst frá without, nema ein og ein uppfærsla á heimasíðu þeirra, sem oftast eru yfir-pervertískar a-la Duzty, og lítið tengdar quake. Þeir virðast þó allir vera skráðir, og má því búast við þeim frekar sterkum, en þó ekki jafn sterkum og vanalega þar sem að loom og otur fóru víst í brúðkaupsferð til Evrópu í mánuð, og hafa því lítið sem ekkert æft sig.

Í þessum spádómum hér fyrir neðan geri ég ráð fyrir að sqare mæti með ice, og að glitch mæti með MurK.

DMTP:

1. MurK'Gabblerz
2. fallen
3. ice
4. without

CTF:

1. fallen
2. MurK'gabblerz
3. ice
4. without

Ekki mikil fjölbreytni? Satt.
Mikil bjartsýni á eigin velgengni? Satt.

Þá er komið að 1on1.

Sjaldan er mikið vitað um 1on1 og hvernig sú keppni fer fyrirfram, enda Íslendingar iðnir við að stunda altnickun.

Hinsvegar er það næsta víst að flawless mun koma sterkur inn, reiður og bandbrjálaður, eftir að hafa misst af dýrindis GSM síma í síðustu keppni, vegna anna sem formaður goatse klúbbsins í Evrópu. Constant hefur einnig sést spila slatta og síðan eru það þessir sem virðast ekki þurfa að æfa sig til að vera í formi, KaZoom, Butch, b3nni, glitch, þið vitið hverja ég er að tala um.

Einnig gerir endurkoma q3jdm8a á kortalistann mér ennþá erfiðara um spádóma.

Ef að úrslitaleikurinn verður spilaður á q3jdm8a, mun lokaútkoman snúast við, þ.e sá semég setti nr.2 mun sigra, og sá sem ég setti númer 1 mun taka annað sætið, af hverju? Butch er líkla reynslumesti q3jdm8a spilari landsins, eftir nokkuð marga úrslitaleiki á því korti gegn Trixter og fleirum.

1on1:

1. flawless
2. Butch
3. KaZoom
4. b3nni

Endilega notið komið með ykkar spádóma í comments, og gangi ykkur öllum vel á Skjálfta og skemmtið ykkur vel næstu helgi.