Ég hef stundað huga/skjálfta mjög mikið (of mikið myndi ég halda), og hef ég tekið eftir því að “Greinar” er misnotað gróflega (að mínu mati). Ég hef ætíð staðið í þeirri trú að þetta sé til að segja frá einhverju sambandi við það sem er að gerast (einhver hefur verið beittur óréttlæti) eða í raun bara einhver sem er að segja frá einhverju. Notkun “Greinar” hefur hinsvegar verið af allt öðrum toga. Hér hefur þetta verið notað að mestu leiti a.m.k. eins og korkur, eða auglýsingaborð, sem birtir hvers kyns sorp sem kann að vera sent inn. Greinarnar eru sendar til umsjónamanna huga, til þess að þeir geti “filterað” út þetta “sorp” sem kann að villast inná greina hlutann, eða þá vísa því inná korkana.
Mín spurning til ykkar (og er þá sérstaklega beint til umsjónamanna) er sú:
Er þetta _eitthvað_ ritskoðað, eða skellið þið þessu bara upp um leið og þið sjáið post inn?
Mér finnst að það þurfi að endurskoða þennan hluta skjálfta, og þið vísið þá þeim sem eru að auglýsa eða bara bælast í greinum á annaðhvort auglýsingakorkinn, sindrakorkinn, quake3korkinn, LANkorkinn, eða bara það sem á við í hvert sinn, og nota “Greinar” sem skyldi.