Kæru samherjar,

Ég vil byrja á að lýsa gríðarlegri ánægju með #q3ctfpickup.is, sem hefur án efa verið mikil lyftistöng fyrir ctf spilun undanfarnar vikur, enda ctf prýðilegur leikur í alla staði. Gott framtak hjá Smegma, eins og svo oft áður.

Það eru samt tvö atriði sem þarf að taka á varðandi hegðun leikmanna. Engin stórmál sosum, en allt í lagi að taka á þeim samt sem áður.

#1 - Það gerist ítrekað að menn skrái sig í leik og mæti svo seint inn á server eða yfirhöfuð ekki. Þetta veldur endalausum pirringi hjá þeim sem eru mættir þegar of fáir eru mættir og líka þegar óskráðir menn eru mættir en geta ekki spilað vþa. verið er að bíða eftir skráðum leikmönnum.

Það eru vinsamleg tilmæli til leikmanna að nota !removeme ef þeir hafa ekki hug á að spila. Eins eru þeir leikmenn sem ætla að spila beðnir að drífa sig inn á server um leið og nógu margir eru komnir í lið. Afsakanir eins og “var að borða” eða “var að specca whatever” finnast mér heldur klénar í þessu samhengi.

Ef skráður leikmaður er ekki kominn inn á server 2-3 mínútum eftir að tilkynning um leik berst, finnst mér að hann hafi tapað sæti sínu í leiknum (ath. persónulegt mat). Auðvitað eiga skráðir leikmenn að hafa forgang, en það eru takmörk fyrir því hvað menn nenna að bíða lengi eftir skráðum leikmönnum þegar 10 manns eru mættir.

#2 - Kosningar í lið virðast oft dragast úr hófi fram vegna þess hve leikmenn eru tregir til að kjósa. Mér finnst þetta sosum ekkert stórmál enda kýs ég ansi oft, þótt enginn sé ég quake guðinn eins og Butch okkar elskulegur. Reynum nú að drífa þessar kosningar af í framtíðinni þa. hægt sé að byrja að spila. Skiptir sosum ekki aðalmáli hverjir kjósa, heldur að það sé gert.

Gerum svo góðan ctf leik betri og fröggum innanlands í sumar.

- Trini