Menn hafa kvartað undann því að teamkills eftir að round er búið teljist til tekna í Æstats. Ástæða þess er að Q2 loggar ekki fröggin eftir því hver gerir þau og hvort þau séu teamkills eða ekki, heldur bara þessar fragglínur sem þið sjáið í consólnum hjá ykkur. (blabla needs some Pepto Bismol from bleble's MP5/10…).

Þar sem Æstats er lokað forrit og ekkert hægt að gera í því breytti ég bara servernum í staðinn. Núna koma tmkill fragglínur eftir að roundið er búið á íslensku (og nei, Æstats veit ekkert um þær) svo þær teljast ekki með. Sá sem drepur fær ekki fragg í bónus og sá sem er drepinn fær heldur ekki fragg á sig.

Svo breytti ég því þannig að ef menn plumma eftir að roundið er búið þá fá þeir ekki mínusfragg fyrir. (ef það má fragga tm's án mínus, hví má ekki plumma ?)

Svo er ég að endurskoða rotation á S4.
það er þráður í gangi í korkunum um það.