Eins og væntanlega er orðið frægt kom Q2 sourcekóðinn út fyrir ekki svo löngu síðan. Eftir það fóru að koma út hvert svindlið á fætur öðru.
Ég hef að sjálfsögðu talsverðar áhyggjur af því að það verði reynt að svindla eitthvað á skjálfta, þrátt fyrir þá staðreynd að AQ leikmenn eru upp til hópa mestu heiðursmenn :) Því vil ég minna ykkur alla á reglurnar.
Öll svindl eru að sjálfsögðu bönnuð á skjálfta, hvort sem það er notað í keppnisleik eða ekki. Viðurlög við svindli eru meðal annars brottvísun af mótinu fyrir svindlarann, lið hans er dæmt úr leik og í kaupbæti fær viðkomandi ævarandi álitshnekki frá okkur p1mpum og vonandi ykkur leikmönnum líka.

Ég vil líka benda á að við p1mpar munum fylgjast mjög vel með öllu. Ef p1mp kemur til leikmanns og vill fá að skoða vél viðkomandi ber honum að standa upp strax og leyfa viðkomandi pimp að komast í vélina. Ef viðkomandi leikmaður er með AQ í gangi þá má ekki slökkva á leiknum eða gera neitt annað áður en p1mpnum er hleypt í vélina.

Að lokum vil ég ítreka að skjálfti á að vera atburður sem menn sækja til að skemmta sér og að mig langar ekkert til þess að standa í einhverju svindl véseni :)