Í ljósi lægri liðafjölda í Quake keppnisgreinum höfum við p1mparnir lagst undir feld, og hannað keppnisfyrirkomulög sem tryggja að allir fái að spila sem flesta leiki á mótinu. Upplýsingar er að sjálfsögðu að finna í stóra upplýsingakubbnum efst til hægri á síðunni. LESIÐ þessa grein vandlega, svo vanþekking á keppnistilhögun kosti ekki óþarfa tafir á mótinu! :)


1v1
Óbreytt frá því síðast. 64 manna tvöföld útsláttarkeppni, hefst kl. 18:00 á föstudagskvöld, og heldur áfram síðdegis á sunnudag. Úrslitaviðureign kl. 21:00 á sunnudagskvöld.

Q3 TDM
Hefst kl. 22:00 á föstudagskvöld. Keppt verður í tveimur 7-8 liða riðlum þar sem allir spila við alla. Riðlakeppnin heldur áfram kl. 11:00 laugardagsmorgun, og lýkur upp úr hádegi. Þá tekur við 8 liða tvöföld útsláttarkeppni, sem lýkur um 16:30. Úrslitaviðureign kl. 20:00 á sunnudagskvöld.

Q3 CTF
Hérna breytist langmest! :)
Hefst kl. 17:00 á laugardag, með keppni í tveimur 6 liða “deildum”, þar sem allir spila TVISVAR við alla; einn “heimaleik” og einn “útileik”. Útiliðið hafnar einu mappi, en heimalið velur svo eitt þeirra þriggja sem eftir standa. Svo er leikurinn endurtekinn, nema hvað hitt liðið á þá heimaleik. Jafntefli verða gild úrslit, og því engar framlengingar í þessum hluta keppninnar. Athugið að þetta þýðir að hvert lið fær a.m.k. 10-12 leiki, í 5-6 viðureignum. Fjögur lið komast upp úr hverri deild, í 8 liða tvöfalda útsláttarkeppni, þar sem reglur um kortaval verða eins og á fyrri mótum (sjá stóra upplýsingakubbinn).

AQTP
Hér er enn og aftur markmiðið að tryggja að þátttakendur fái að spila sem mest. Keppni hefst kl. 16:40 á laugardag, í tveimur 9-10 liða riðlum, þar sem allir spila við alla. Glöggir sjá að þetta þýðir að hvert lið spilar 8-9 leiki í riðlakeppninni. Eins og í CTF heltast mjög fá lið úr lestinni að riðlunum loknum; átta lið komast upp úr hvorum riðli, svo einungis 1-2 munu sitja eftir í hvorum riðli. Þessi sextán lið heyja svo tvöfalda útsláttarkeppni, sem hefst kl. 11:00 að morgni sunnudags, og stendur fram eftir degi. Kort og kortaval verða með sama sniði og áður. Úrslitaviðureign fer fram kl. 18:00 á sunnudag.

AQ FFA
Hefst kl. 12 á laugardag, stendur til 16:00. Sama snið og áður, eða 128 manna einfaldur útsláttur.


Von okkar er að þessum breytingum verði vel tekið. Athugið að í ljósi þessa tiltölulega stutta fyrirvara, breytum við einungis keppnistilhögun/-fyrirkomulagi, ekki kortavali, eða dagskrá í grófum dráttum.

Feedback óskast :)


Kveðja,
Smegma