Ég hef verið að taka vel eftir því undanfarið að sífellt fer fækkandi fólki í quake heiminum og er eins og menn séu að fá ógeð af því að spila þennan leik. Upphaflega var skjalfti haldin fyrir menn er spiluðu quake en sú ákvörðun var tekin seinna meir um að halda quake og cs mót sameiginlegt og byrjaði það mót með því að cs menn fengu þarna smá svæði til að leika sér í og gekk þetta bara vel fyrir sig (fyrir utan boli sem fengu auka ljótt merki á sig). Nú síðustu skjalfta mót hefur cs heimurinn verið að taka undir sig allan salinn í íþróttahúsinu í kópavogi og langar mér að vita hvert þetta stefnir allt saman. Eru sífellt fleiri menn að byrja að spila cs eða eru bara fleiri quake menn að detta út sem gerir meira pláss fyrir cs spilara? Persónulega hef ég ekkert á móti cs spilurum en mér finnst leiðinlegt að það vanti sömu stemminguna í quake heiminn eins og var áður fyrr. Ég byrjaði að spila q2 og var þá rosalegt að vera á skjalfta mótum og skoða skjalfta síðuna á netinu því það var alltaf eitthvað að ske og menn höfðu nóg að tala um. Núna er öldin önnur og menn virðast vera hættir að tjá sig lengur á quake korkinum (nema drengur sem postar hérna þegar hann er nýbúinn með lsd skammtinn sinn) og í flestum bréfum sem hann skrifar er hann að tala um gömlu tímana. Tímarnir sem að menn höfðu eitthvað að segja og höfðu mikinn áhuga fyrir leiknum. Ég tók til dæmis eftir því þegar ég loggaði mig inn á quake korkinn að það voru 7 manns inni á quake korkinum og 66 manns inni á cs korkinum. Margir frábærir quake spilarar hafa verið að detta út 1 af öðrum og má þar nefna menn úr hux liðinu og gamla k liðinu sem voru ekki alslæmir spilarar. Nú er spurningin hvernig framtíðin verður hjá quake spilurum. Verður skjalfta mótið alfarið cs mót eftir nokkur ár eða mun q4 (hef ekki hugmynd hvenær hann kemur út) bjarga quake heiminum og draga að sér fleiri spilara. Persónulega hef ég lengi íhugað að hætta en það er eitthvað sem heldur í mig en spurningin er hvað lengi. Það er líka gaman að sjá að fleiri og fleiri cs spilarar eru byrjaðir í q3 en virðast aldrei getað sleppt hinum leiknum og sýna honum meiri áhuga heldur en quake. Ekki eru haldin quake.is fyllerí og tel ég að menn hafi gott af því að drulla sér út á fyllerí með öðrum quake spilurum og tjá sig undir áhrifum áfengis um bestu spilara heimsins og Britney Spears. Þegar ég byrjaði að mæta á skjalfta mót var það ein mesta skemmtun sem ég man eftir en eftir því sem að mótunum fjölgaði þá fækkaði fjörinu einhverra hluta vegna. Það er ekki sama stemming á mótum og það var áður fyrr og held ég að margir geti tekið undir það.W/O liðið verður af skornum skammti þetta mót og erum við ekki að stefna að einu eða neinu með þessa menn sem við mætum með núna en ætlum að reyna að hafa bara gaman fyrir utan brjálæðisköstin í mér og reiði sem er bara orðin hefð á skjalfta fyrir mér. Það er langt síðan að ég postaði grein hérna á huga (örugglega 1.5 ár síðan) en mig langaði bara að koma þessu frá mér og fá menn til að segja skoðanir sínar hvað þeim finnst um þetta mál. Að lokum vill ég segja að Quake heimurinn er ekki sá sami og hann var fyrir 2-3 árum síðan og vonum að hann fari ekki versnandi.