Drengir (og stúlkur ?) sem spila AQ.

Það ber meira og meira á allskonar kvörtunum yfir framkomu og annari hegðun leikmanna á AQ þjónunum.

Og sjálfur hef ég séð ýmislegt þegar ég er að spila. Tala nú ekki um þegar ég spila undir altnikki.
Mig langar því að benda ykkur á nokkur atriði.

Þjónarnir eru ekki staður til þess að standa í rifrildum. Ef þið finnið hjá ykkur þörf til að fara að hnakkrífast í einhverjum, þá er ætlast til þess að þið gerið það annarsstaðar. Bendi á að irc er góður staður fyrir þessháttar.

Svo er það misnotkunin á votekick. Þetta er öllu alvarlegra. skjalfti4 er að öllu leyti almennur leikjaþjónn. Það er blátt bann við því að spila á honum (sama á hvaða porti) 2on2 eða aðra slíka leiki og kicka þeim sem tengjast og vilja spila.
skjalfti5 er með mörg port sem henta vel í svona leiki. Þau port sem eru í matchmode hafa nú lock skipun. Þegar allir liðsmenn hafa joinað lið getur captain læst liðinu svo aðrir geta ekki farið í lið.

Votekick er hugsað fyrir þau tilfelli þegar enginn (l)rcon hafi er að spila og einhver leikmaður er ->VILJANDI<- að skemma leikinn fyrir öðrum leikmönnum.

Góð dæmi um þegar rétt er að vokekicka einhverjum er þegar greinilegt er að viðkomandi er viljandi að skjóta liðsmenn sina, er tengdur þjóninum en er víðsfjarri tölvunni sinni eða er að gera eitthvað annað sem er vont.

Slæm dæmi um notkun votekick eru til dæmis að kicka einhverjum því hann er betri en þú. Eða því ykkur fynnst hann campa.
Persónulega er ég ekkert hrifinn af miklu campi en ég virði samt rétt þeirra sem þannig vilja spila til að gera það.

Misnotkunin á kick var orðin það mikið að ég hef tímabundið slökkt á þessum möguleika. Eg geri mér fulla grein fyrir því að það væri vont að hafa þetta svona til frambúðar svo ég ákvað að bera þetta undir ykkur.

Hvað fynnst ykkur að ég ætti að gera í þessu? Eg hef nokkra möguleika í stöðunni. Helst dettur mér í hug að hækka það hlutfall sem þarf til að leikmanni verði sparkað og treysta á að leikmenn noti kick greindarlegar en hingað til.

Haldið þið að það muni virka ? Ef ég bæði ykkur um að hugsa aðeins um málið áður en þið notið kickvote í stað þess að vota bara því einhver annar gerði það, myndi það virka ?

Ykkar input ? :)