Í gær endaði úrslita LAN Thursinn|Q3|2, með því að MurK sigruðu fallen'red í úrslitum, 3-0. MurK fóru í gegnum þetta mót án þess að tapa leik, þó svo að tvisvar hafi þeir verið stutt frá tapi. Í leik um þriðja sætið mættust fallen'blue og w/o. Aðeins meiri spenna var í þessari viðureign, þó svo að hún hafi verið mjög svo skrítin. w/o byrjuðu mjög sterkt og unnu fallen'blue með 40 fragga mun, eða svo. Flestir hefðu haldið að það hefði slegið fallen'blue algjörlega út af laginu, en þeir sýndu mikinn karakter og komu til baka og unnu næsta leik með 50 fragga mun. Því var ljóst að til þriðja leiks þurfti að grípa, og varð ospdm5 fyrir valinu. Liðin voru frekan jöfn allan leikinn en þegar rétt um 2-3 mínutur voru eftir hafði fallen 10 fragga forystu, og með skynsamlegu spili hefði 3. sætið átt að vera þeirra. Hinsvegar, í ætt við þessa viðureign, gerðu wo hið ótrúlega og náðu að jafna rétt eftir síðasta quad, og á síðustu mínutunni að byggja upp 8 fragga forystu sem að lokum tryggði þeim 3. sætið. Mjög skemmtilegir leikir, og nokkuð ljóst að best of 5 format hefði verið ennþá skemmtilegra, við lærum bara af reynslunni.

<b><u>Lokastaða & verðlaunafé:</b></u>

<b>1. MurK'gabblerz - 15.000 kr.</b>
2. fallen'red - 10.000 kr.
3. <a href="http://without.data.is“>without</a> - 5.000kr.
4. fallen'blue
5. PhD-a
6. MurK'BSÍ
7. ice
8. PhD-b

Vil þakka öllum þeim sem mættu fyrir skemmtilegt mót, og vonandi nutu allir þess að mæta! Til gamans má geta þess að 127 leikir voru spilaðir um helgina, og eru þá upphitunar og æfingarleikir ekki taldir með. ”Scorebottar“ voru á öllum leikjum og GameTV útsending frá 1-2 í hverri umferð. Vil þakka Uncasi fyrir að sjá um GTV og Scorebots, live from Isafjordur.

Þó svo að þetta mót sé búið, þá þýðir það ekkert að ég sé eitthvað hættur að Þursast, næsta tímabil mun hefjast, spurningin er bara hvenær.

Á <a href=”http://www.hugi.is/thursinn“>Hugi.is/Thursinn</a> er í gangi könnun um það hvort að fólk vilji næsta tímabil fyrir eða eftir prófannir hjá grunn-og framhaldsskólum.(þ.e, byrja seint í maí eða snemma í júní.)

Einnig eru hugmyndir uppi um að skipta næsta tímabili í 2 deildir, raðað eftir árangri og áhuga á þessu tímabili. Með því myndu liðin ekki lenda í því að þurfa að spila 3 leiki þar sem þau tapa öllum með yfir 250 fragga mun. Í staðinn yrðu allir leikir spennandi, og því skemmtilegir. Lið myndu síðan vinna sig upp um deildir á milli tímabili, að því gefnu að áhuginn á Q3 spilamennsku verði ennþá til staðar.(Sem hann verður, ég banna annað.(read the rules)).

Í þriðja lagi er líklega eitt heitasta umræðuefnið, nefnilega korta valið. Möguleikarnir eru í rauninni þrír, hafa það einsog það er núna, taka út pro-q3dm6 og setja inn í staðinn poq3dm6(þ.e, fara alfarið eftir NationsCup og EuroCup) eða taka óvinsælasta kortið frá síðasta tímabili út(ospdm6) og setja nýtt inn, poq3dm5.

Eftir ”fyrir eða eftir próf“ könnunina á <a href=”http://www.hugi.is/thursinn">hugi.is/thursinn</a> þá set ég þessa könnun í gang, en þangað til hafið þið tíma til að koma með rök með og á móti, sem eru vel þegnar sem comments á þessa grein.

ATH: Hvorug könnunin er bindandi, en verður tekin til skoðunar þegar lokaákvörðun verður tekin.


Svona rétt í restina vil ég þakka öllum þeim sem hjálpuðu til á þessu tímabili, Uncas(með-stjórnandi), Sqare, Hannes, Scorpi, Smegma(sem sá algjörlega um servera(gtv og leikservera) bæði online og á mótinu), Banda(hann sá um að útvega serverana :) og að sjálfsögðu vefhetjunni okkar, honum e1ght, knúsið hann við öll tækifæri sem gefast.

Til Hamingju Murk!