Við p1mpar höfum ákveðið eftirfarandi með AQTP keppnina á næsta skjálfta. Það verður sama fyrirkomulag og á síðasta skjálfta.
Fjögur möpp í boði. Liðin semja helst friðsamlega um eitt af þeim. Takist það ekki mega liðin hafna einu mappi hvort og svo er kastað upp um þau tvö sem eftir verða.

Þá að þessum fjórum möppum. Við ákváðum að leyfa ykkur leikmönnum að velja þau í þetta skiptið. Möppin verða valin með almennri kostningu. Reglurnar eru svohljóðandi: Þeir sem hafa mætt á eitt eða fleiri af síðustu fjórum skjálftamótum mega kjósa. Það er hægt að kjósa um öll möppin sem hefur verið stungið uppá að hafa á mótinu hérna á huga. Hver keppandi fær að velja fjögur möpp sem hann vill sjá á skjálfta. Hver keppandi má kjósa einusinni.

Vil benda á að það er tæknilega hægt að kjósa sama mappið oftar en einusinni en það mun ekki koma að gagni því kerfið telur mest eitt atkvæði frá hverjum keppanda á hvert mapp.
Það þýðir að ef einhver kýs t.d. Teamjungle, Urban, Jungle1 og Teamjungle þá er hann í reynd að kasta einu atkvæði í súginn því síðasta Teamjungle vótið telst ekki með.

Að kostningu lokinni verða þau fjögur möpp sem flest atkvæði fengu útnefnd sem skjálftamöpp og mun AQTP keppnin fara fram með þeim möppum.

Við skjálftap1mpar vonum að þetta gleðji sem flesta :)

Kjósið hér: http://www.ra.is/aq/mapvote/