Komið í Quake3 ! Góðir hálsar, jafnt dömur sem herrar. Nú er vetrarvertíðin að
koma og þá er mál og mannasiður að eyða sem mestum tíma í
þessum undursamlega leik sem Quake3 er.

Já, ég held að það sé kominn tími til að hita aðeins upp fyrir
komu Quake Live sem verður algjörlega endurbætt útgáfa af OSP/VQ3 Quake3. En ég ætla ekki að fara að flakka út í þau mál.

Eina sem þið þurfið til að spila er að hafa leikinn á tölvuni (vitanlega). Þegar leikurinn er uppsettur þarf jafnan að hafa OSP 1.03a og Point Release 1.32 en það er hægt að nálgast það hér á huga: http://static.hugi.is/quake3/ Til þess að nálgast íslenska Quake samfélagið þarf að hafa irc svo þið getið skráð ykkur í leiki. Rásirnar eru #q3ctfpickup.is #q3tdmpickup.is og svo auðvitað hin góða #quake.is

Nú, ef þið eigið svo ekki leikinn er auðvelt að nálgast hann á helstu torrent síðunum, jafnvel hinum íslensku.

Endilega komið öll, eða eins og menn segja “Come one, come all!”

Hér eru nytsamlegar upplýsingar : http://www.hugi.is/id/articles.php?page=view&contentId=5751342
http://www.hugi.is/id/articles.php?page=view&contentId=1407018

Ég þakka fyrir mig og kasta kveðju til allra
Með von um hlýjar móttökur

-sump