Þegar það er ágætur tími í mótið er áhugavert að glugga aðeins í hvernig fyrirkomulagið verður fyrir þessa grein.

Rétt fyrir síðasta skjálftamót var rætt um nýtt mappakerfi. Mig minnir að það hafi verið ca. 5-6 möpp í pott sem þetta flókna en jafnframt góða kerfi bauð uppá. Ég er nú ekki að kynna þetta krefi eða þannig, heldur hef ég nokkur möpp sem gætu passað í þetta nýja map kerfi. Eftirfarandi möpp ættu að geta virkað sem keppnismöpp:

Urban

Teamjungle

Jungle1

—————– Kjarni
Síðan þessi “vafasömu”

Murder

Rok <– er mjög spenntur fyrir því að prófa þetta í keppni. Ágætlega stórt.

de_dust <– Mjög misjafnar skoðanir um þetta map, flestir á móti því vegna að það er ekki neinn dominant staður í því eins og top roof og þannig. Ég er mjög bjartsýnn að þetta gæti virkað í keppni.

Actcity2 <– Þetta er gamalt og hefur verið gjörsamlega útcampað á ýmsum lönum og mótum. En þetta gæti breyst með þessum grensum sem sumir ofnota.

Passin <– Soldið bjartsýnt að fá þetta í gegn. Hefur allt til þess að vera keppnismapp, þrátt fyrir að það hefur ekki verið í rotation í 1½ til 2 ár.

Riot / RiotX <– Önnur bjartsýni. En þetta er fair mapp…og ekki hægt að röfla um spawns.

—————————–

Möpp sem ættu als ekkert að vera:

Urban3
cliff
cliff2

Flott ef fólk kæmi með sínar hugmyndir hérna.


Annað mál er um riðla, eftir því sem ég hef fylgst með hérna verða færri riðlar á nk. móti en ekki 8 riðlar með 3-4 liðum í. Verða 2 stórir riðlar eða 4 “ágætlega” stórir riðlar.

4 riðlar ættu að höndla þetta hvað varðar tíma og slíkt. En endilega væri gott að fá fyrirkomulag frá p1mps sem fyrst.

mbk.
[PhD]haffeh