Undanfarið hefur verið mikil spilun í quake samfélaginu og í tilefni þess höfum við í seven ákveðið að halda mót.

Notast verður við OSP og skjálftareglur gilda, spilað verður í þrem keppnisgreinum TDM, CTF og 1vs1.

Keppnisfyrirkomulag verður þannig að þetta byrjar í riðlum, og síðan verður farið í Double Elimination. Ein umferð verður spiluð í viku og sjá liðin/leikmenn sjálfir um að Scheldule-a leikinna, en allir leikir í umferð verða að vera búnar kl 24:00 á sunnudegi. Þetta gert til að forðast forfeitt geðveiki og gefa liðum meiri tíma til að æfa sig fyrir leiki.

Kortalistinn í öllum keppnisgreinum verður tilkynntur ásamt riðlum þegar skráningu lokar Sunnudaginn 27. Apríl.

Skráning fer fram hér: http://www.williamth.com/quake

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að nálgast mig a irc á #clan-seven undir nafninu seven|william eða via tölvupóst william@hive.is
seven william