Quake 3 að lifna við ! Já ! Ég lýg ekki þegar ég segi þetta

Undanfarna mánuði hefur kviknað líf í sjálfum skjálfta sem allir héldu að myndi aldrei skjóta rótum upp aftur, nýverið var haldið mót sem gekk mjög vel miðað við litla þátttöku og mun sú litla þátttaka vera vegna þess að margir sáu sér ekki fært að mæta til leiks.

En vil ég hvetja gamla, jafnt sem nýja spilara sem hafa áhuga á að byrja að spila að vera ekki hræddir og láta sjá sig. Spiluð er allt frá 3-20 pickup á dag og væri gaman að sjá þá tölu aukast og jafnvel fá 2 pickup í gangi í einu, þó að það hafi nú skeð. En fyrir þá nýju sem ekki vita hvað pickup eru þá er spilað CTF (Capture The Flag) og TDM (Team Death Match) og stöku sinnum 2v2. Og fyrir enn fleiri upplýsingar um þessi mod þá er grein hér um hvernig skal spila pickup http://www.hugi.is/id/articles.php?page=view&contentId=1407018

Til þess að nálgast þessi pickup þarf að ná sér í ircið og fara á rásirnar #q3ctfpickup.is #q3tdmpickup.is og svo væri ekki slæmt að skjóta kolli upp á #quake.is.

Ég minni á það að þegar að quake hefur verið installað að þá má nálgast OSP 1.03a og Point Release 1.32 og Maps á http://static.hugi.is/quake3/

Megið þið vita að fleiri mót verða haldin í náinni framtíð og er það eSports.is að þakka að þessi mót séu haldin. Og vel á minnst fyrir AQ'arana, þá er pæling í að halda eitt slíkt mót fyrir þá.

Þakka ég fyrir mig og vona að ég nái til sem flestra, enda veit ég ekki hvort margir quake'arar lesi huga lengur.
ALLIR VELKOMNIR !