Ég var að skoða moggann frá því í gær og rakst þar þessa grein í undirblaðinu “netið”.

<I>Quake Uppfærsla
Id Software hefur gefið út endurskoðaða útgáfu af Quake III Arena en sú útgáfa kom út í vor. Nýja uppfærslan kallast 1.25 en nokkru hefur verið bætt við, má þar nefna tvenn ný verðlaun fyrir aðstoð og vörn. Þá er búið að bæta við nýjum liðalista. Einnig er þar að finna ráð við því að spilendur geti svindlað, eins og í 1.17 útgáfunni, og auðveldað spilendum að hefja leikinn strax og þeir hlaða honum inn. Hægt er að hlaða inn 17,3 MB uppfærslunni á Gamespot www.zdnet.com/gamespot eða 3DFiles www.3dfiles.com</I>

Að mér sýnist þá held ég að sá sem skrifaði þessa grein viti ekkert hvað hann er að tala um. Ég hef ekki tekið eftir því að það sé hægt að svindla í 1.17. Augljóslega ekki quakespilari sem skrifaði þetta.